Ástin blómstrar sannarlega á nýju ári en eitt af þekktari pörum landsins, Marta María Jónasdóttir og Páll Winkel fangelsismálastjóri, opinberaði á fimmtudag trúlofun sína á Facebook. Þau skötuhjú fóru að skjóta sér saman seinni hluta árs 2015 og hafa nú sett upp hringana. Marta María, sem ritstýrir Smartlandi Morgunblaðsins, greindi frá því í viðtali við MAN að þau Páll hefðu kynnst þegar hún tók við hann viðtal. „Ég skynjaði strax að þarna var alveg einstök mannvera á ferð og mikill húmoristi.“ Þau hjónaleysin hafa aldeilis ræktað ástina og má segja að þau hafi geislað síðasta ár, hvar sem þau hafa komið.