Hafnfirska sveitin Valby bræður & 33MOB gáfu út á aðfangadag nýtt myndband við lag þeirra Laidback sem kom út síðastliðið sumar. Valbý bræður eru þeir Jakob Valby og Alexander Gabríel Hafþórsson. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.
Bræðurnir ræddu við DV á síðasta ári, þeir eru hálfbræður, sammæðra og ólust upp saman. Bræðurnir fluttu af landi brott til Danmerkur þegar þeir voru börn og ólust þar upp.
„Skólaganga mín var nánast alfarið í Danmörku en síðan fluttum við heim þegar ég var átján ára, fyrir tíu árum. Ég var alltaf útlendingur úti í Jótlandi og upplifði síðan það sama þegar ég kom heim til Íslands. Maður þekkti ekki neinn,“ sagði Jakob en að hans sögn voru bræðurnir ryðgaðir í íslenskunni þegar þeir komu heim en þrátt fyrir að geta tjáð sig betur á dönsku hafi aldrei komið til greina að rappa á öðru tungumáli en íslensku. Þegar þeir voru spurðir um nafn sveitarinnar útskýrði Alexander Gabríel að föðurætt hans reki rætur sínar til Kálfavíkur í Skötufirði í Djúpi. „Við gátum ekki heitið Kálfa-bræður.“
Bræðurnir byrjuðu að fikta við að semja texta fyrir um sjö árum og 2013 kom út fyrsta lag þeirra saman, Hafnarfjarðarpeppinn. Þeir bræður eru með háleit plön og myndbandið við Laidback eitt skref í því plani.
„Þorlákur Bjarki sá um upptöku og vinnslu þess og lady babuska og Andrew Triple A frá Toronto canada um framleiðslu og vinnslu á laginu,“ segir Jakob í samtali við DV um myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=HnaHTnjkh3k&w=640&h=360]