fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

„Komið þið sæl. Ég er Íslendingur og ég er í neyslu“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2017 19:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Saga íslensku þjóðarinnar er eins og sagan af saklausu stúlkunni úr sveitinni sem hafði aldrei séð spillingu eða verið við karlmann kennd en heillast af loforðum silkimjúka glansgæjans um leið og hún stígur út úr rútunni í stórborginni og fer með honum beint á djammið. Nokkrum árum seinna vaknar hún á götunni með lifrarbólgu C og sprautuför í hendinni og áttar sig á að djammið gekk víst aðeins of langt. Bömmer,“ segir Birgir Örn Guðjónsson betur þekktur sem Biggi lögga í pistli á Facebook. Þar fjallar hann um umhverfis og náttúruverndarmál og spyr einfaldlega:

„Erum við hálfvitar? Ég vissi að við værum gráðug og allt það en ég trúi ekki að við séum til í að gera gjörsamlega allt fyrir peninga. Að við séum til í að klína bara neonljósum og klakann og markaðssetja landið okkar eins og hóruhús fyrir peningaöflin.“

Hamingjan ekki keypt

Biggi lögga segir Íslendinga hafa gert sig að alheimsfíflum árið 2007 með kaupæði og svo hruni í kjölfarið.

„Næstu ár sleiktum við sárin og lofuðum því að gera þetta aldrei aftur. Fram undan var „nýtt Ísland“, héldum við. Þá föttuðum við sko hvað það var sem skipti raunverulega máli í lífinu. Fjölskyldan, listin, náttúran og fullt af allskonar sem kostaði ekki pening. Hamingjan er nefnilega ekki keypt með kreditkorti, munið þið.

„Svo dettur maður bara aftur í neysluna. Þetta stöff er bara svo fokking ávanabindandi“ hef ég heyrt fíklana segja þegar þeir eru komnir á botninn enn eina ferðina. Við íslenska þjóðin könnumst líka við þetta. Stöffið er svo fokking ávanabindandi að við getum ekkert að þessu gert. Fíknin yfirvinnur alla skynsemi og við erum tilbúin að fórna öllu. Meira að segja þegar við erum ný komin úr meðferð. „Komið þið sæl. Ég er Íslendingur og ég er í neyslu.““

Birgir beinir svo spjótum sínum að álveri á Bakka sem fyrirhugað er að reisa við Húsavík. Það kom fram í fréttum að álverið myndi nota 66 þúsund tonn af kolum árlega með tilheyrandi mengun. Segir Birgir að stjórnvöld séu að hegða sér eins og fíklar sem séu tilbúnir að fórna börnum sínum fyrir næsta skammt.

„Landið sem á svo mikla hreina orku að við þurfum víst helst að tappa henni til annarra landa. Er nema skrýtið að maður spyrji hvort við séum hálfvitar? Gátum við virkilega ekki leitað að góðærinu í minni drullu? Það er áætlað að kola notkunin okkar aukist úr 139 þúsund tonnum árið 2015 í 224 þúsund tonn árið 2018. Bring it on fjárfestar! Stingið dollurunum í nærbuxnastrenginn og við erum sátt,“ segir Birgir og bætir við að lokum:

„Ég trúi ekki öðru en að við förum að áttað okkur á því hvað náttúran er mikilvæg og hversu mikilvægt hlutverk við, þessi litla þjóð, hefur í hinu stóra samhengi. Aðrar þjóðir hafa horft til okkar með aðdáun út af hreinleika okkar og náttúruauðlinda. Það er það sem fólk sækist eftir þegar það kemur að heimsækja okkur. Nú er þetta allt í hættu.

Fyrir tíu árum gerðum við okkur að fíflum með því að detta á sviðinu fyrir framan allan heiminn. Núna erum við að setja upp næstu sýningu með því að kveikja í sjálfu sviðinu. Slík heimska er óafturkræf. Það er ekki of seint að snúa við blaðinu og hætta þessari vitleysu. Það er ekki allt peninganna virði. Sumt er ekki hægt að verðmeta og það eru þeir hlutir sem eru þess virði að vernda. Hættum að vera hálfvitar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum