fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

Dóttir Michael Jackson segir hann hafa verið myrtan

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Jackson, 18 ára dóttir Michael Jackson, var nýlega í viðtali hjá tímaritinu Rolling Stone. Þar talar hún meðal annars um samband sitt við föður sinn en hún saknar hans ákaft og segir hann hafa verið besta föður sem hægt var að hugsa sér. „Það er alltaf sagt að tíminn lækni öll sár en það gerir hann ekki, maður venst því bara,“ segir hún um dauða hans. Hún segir föður sinn vitja sín í draumum og bætir við: „Ég finn að hann er alltaf með mér.“

Árið 2013 komst í heimsfréttir að Paris, þá fimmtán ára, hefði reynt að fyrirfara sér. Hún segist í viðtalinu hafa nokkrum sinnum fyrir þann tíma reynt sjálfsmorð. Árum saman skar hún sig og tókst á einhvern hátt að leyna því fyrir fjölskyldu sinni. Hún segist hafa verið full af vanmetakennd og fundist hún ekki geta gert neitt rétt. Í viðtalinu segist hún hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fjórtán ára gömul en ekki sagt neinun frá því. Gerandinn hafi verið ókunnugur karlmaður.

Paris fullyrðir í viðtalinu að faðir sinn hafi verið myrtur. Læknir Jacksons Conrad Murray var á sínum tíma dæmdur fyrir að hafa gefið Jackson skaðleg lyf en Paris telur að lyfin hafi ekki orðið honum að bana. Hún segir föður sinn hafa talað um að menn vildu drepa hann. Aðspurð hverjir hefðu átt að myrða hann segir Paris marga koma til greina. Þessi hluti viðtalsins hefur vakið mikla athygli fjölmiðla.

Paris er með rúmlega fimmtíu húðflúr, níu þeirra tengjast föður hennar. „Hann færði mér eintóma gleði,“ segir hún, „svo af hverju ekki að bera merki sem minna á gleði?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér