Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS
904.422 kr. á mánuði
Andri Ólafsson breytti á dögunum um starfsvettvang þegar hann var ráðinn samskiptastjóri VÍS. Árið 2016 starfaði Andri fyrst sem aðstoðarritstjóri Íslands í dag hjá 365 miðlum en samhliða skipulagsbreytingum í ágúst tók hann við sem aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins.
Segja má að talsverð óvissa ríki um framtíð Fréttablaðsins eftir að miðillinn var skilinn eftir í kaupum Vodafone á 365-veldinu. Andri hefur því ákveðið að söðla um og freista gæfunnar á nýjum vettvangi.