Eyþór Arnalds athafnamaður
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Eyþór Arnalds
364.277 kr. á mánuði
Eyþór Arnalds, athafnamaður, sellóleikari og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, hefur staðið í ýmiss konar fjárfestingum allt frá því hann hætti að munda bogann og þenja raddböndin með Todmobile.
Meðal annars hefur hann sinnt framkvæmdastjórastöðu hjá Oz og Strokki Energy. Eyþór færði hins vegar enn út kvíarnar á þessu ári þegar hann varð kjölfestueigandi í Morgunblaðinu.
Eyþór keypti hlut Samherja, Síldarvinnslunnar og Vísis í Grindavík og á nú 26 prósent í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins.