Laun Margrétar Frímannsdóttur voru tæplega 1,2 milljónir króna í fyrra
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Margrét Frímannsdóttir
1.175.097 kr. á mánuði
Margrét Frímannsdóttir lét af störfum sem forstöðumaður á Litla-Hrauni í nóvember árið 2015. Þá hafði hún gegnt embættinu í sjö ár og látið mikið til sín taka í starfi. Áður gegndi Margrét starfi þingmanns fyrir Alþýðubandalagið þar sem hún var fyrst kvenna til að leiða einn af gömlu fjórflokkunum. Síðar varð hún þingmaður fyrir Samfylkinguna. Árið 2006 gaf Margrét, ásamt Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur, út bókina „Stelpan frá Stokkseyri“. Bókin fjallar um ævi og störf Margrétar sem hefur upplifað ýmislegt á lífsleiðinni. Þá þykir Margrét fyrirtaks garðyrkjukona og mun að öllum líkindum hafa mikið fyrir stafni við garðyrkjustörf í sumar.