Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Ragnar Kjartansson myndlistarmaður
663.420 kr. á mánuði
Stjarna myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar rís sífellt hærra með hverjum deginum. Árið 2016 var hann iðinn við kolann á myndlistarsviðinu, meðal annars var haldin stór yfirlitssýning á verkum hans í listasafni Barbican-menningarmiðstöðvarinnar í London.
Breskir gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir verkunum og í umfjöllun The Guardian um sýninguna var Ragnar sagður „einn allra snjallasta listamaðurinn starfandi í dag.“ Það er ljóst að verk Ragnars hafa snarhækkað í verði á undanförnum árum og ætti hann að fá salt í grautinn fyrir alla listsköpunina.