fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Stjarna er fædd: Leigubílstjóri með leyndan hæfileika í America´s Got Talent: Dómararnir stóðu upp og klöppuðu í lokin

Auður Ösp
Miðvikudaginn 28. júní 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

53 ára gamall leigubílstjóri frá Argentínu vann hugi og hjörtu áhorfenda og dómara í nýjasta þætti America´s Got Talent með flutningi sínum á hinni klassísku óperuaríu Nessun Dorma. Hlaut hann standandi lófaklapp undir lokin og yfirgaf sviðið með gleðitár í augum.

Áður en Carlos De Antonis hóf flutning sinn sagði hann dómnefndinni frá því að einn af farþegum hans hefði heyrt hann syngja í bílnum og í kjölfarið hvatt hann til að fara í prufu fyrir þættina. Kvaðst hann jafnframt láta sig dreyma um að vera atvinnusöngvari og koma fram á sviði í Las Vegas.

Óhætt er að segja að hinn söngelski leigubílstjóri hafi hrifið allan salinn með sér þegar hann hóf upp raustina en líkt og sjá má gaf hann sig allan í flutninginn.

„Við ættum að vera að fleygja blómum upp á sviðið til þín Carlos! Þú varst svo góður!“ sagði Heidi Klum eftir að Carlos hafði lokið flutningi sínum. Howie Mandel, sem hafði staðið á fætur áður en flutningum lauk, sagði Carlos vera „ótrúlegan.“ „Þú gefur svo mikið af þér,“ sagði hann áður en hann sneri sér að hinum dómurunum og sagðist elska Carlos.

Mel B sagði Carlos hafa sungið af ástríðu sem hefði komið hefði frá „dýpstu hjartarótum og dreift sér yfir allan salinn.“ „Þetta var stórfenglegt.“ Og Simon Cowell, sem lengi hefur verið þekktur fyrir dómhörku og vægðarlausa framkomu í garð keppenda átti varla til orð yfir hæfileikum Carlos:

„Ég veit ekki mikið um klassíska tónlist. En leyfðu mér að segja þér af hverju ég elska að búa til þennan þátt. Það er vegna þess að þeir einu sem skipta máli í þessum þætti eru áhorfendurnir. Og þegar þeir elska einhvern, þá elska þeir einhvern. Þú gafst þeim hjarta þitt.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Qwgv3MiH3xM&w=600&h=480]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns
Fókus
Fyrir 2 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum
Fókus
Fyrir 4 dögum

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum