fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Níu mýtur um kynlíf sem geta eyðilagt samband þitt

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 14. júní 2017 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn vill viðurkenna að hann geri það ekki rétt. Þú veist að hér er verið að tala um kynlíf. Þegar við náum unglingsaldri viljum við trúa að við vitum allt um það. En mörg okkar vita lítið sem ekkert um það þegar komið er á fullorðinsaldur og eru með ýmsar ranghugmyndir í kollinum um kynlíf. Síðan förum við í ástarsambönd eða giftum okkur og erum enn með þessar ranghugmyndir inn í þessi sambönd, það er því kannski ekki undarlegt að það eru svona mörg sambönd þar sem fólk stundar ekki kynlíf eða lítið kynlíf.

Í nýrri bók: Don‘t Put That in There! And 69 Other Sex Myths Debunked eftir læknana Aaron E. Carroll og Rachel C. Vreeman er farið yfir margar mýtur tengdar kynlífi. Þú gætir orðið hissa við lesturinn, jafnvel þó þú teljir þig vita allt sem vita þarf um kynlíf. Hér ætlum við að fara yfir níu algengar mýtur tengdar kynlífi sem gætu verið að eyðileggja hjónaband þitt eða að minnsta kosta dregið úr fjörinu í svefnherberginu.

Eitt: Þú getur ekki orðið ólétt þegar þú hefur blæðingar. Það eru mun minni líkur á að verða þunguð þegar þú hefur blæðingar en það er mögulegt. Egg konunnar og sæði karlsins geta lifað í nokkra daga í huggulegu umhverfinu í leginu.

Tvö: Þú getur fengið hjartaáfall á meðan þú stundar kynlíf. Við höfum öll heyrt sögur um gamla manninn sem varð of æstur í miðjum ástarleik og fékk hjartaáfall. Carroll og Vreeman segja að miðað við niðurstöður rannsókna þá séu líkurnar á að fá hjartaáfall í miðjum ástaratlotum einn á móti milljón nema ef þú reykir eða ert með sykursýki en þá eru líkurnar meiri. Ef eitthvað er þá er kynlíf gott fyrir starfsemi hjartans. Niðurstöður einnar rannsóknar sýndu að karlar sem stunda kynlíf minnst tvisvar í viku eru í minni hættu á að fá hjartasjúkdóma en þeir sem gera það sjaldnar.

Þrjú: Gift fólk stundar ekki sjálfsfróun. Ef fólk er í hjónabandi þá þarf það ekki að fróa sér því það getur stundað eins mikið kynlíf og það vill, ekki satt? Rangt! Fólk sem er gift eða í föstu sambandi stundar meiri sjálfsfróun en einhleypt fólk en ekki af því að kynlífið sé svo dapurt. Gift fólk stundar meira kynlíf og betra. Dana B. Myers, lífsstílssérfræðingur, segir að þessi mýta sé alröng. Það sé mikilvægt fyrir mæður sem hafa mikið á sinni könnu að taka sér smá „unaðstíma“ til að draga úr streitu og halda áfram að læra hvað þeim líkar. Þetta hjálpi þeim að komast að sínu einstaka innra afli. Þó það sé yfirleitt frábært og skemmtilegt að hafa einhvern með sér í kynlífinu þá geti stund með sjálfum sér verið ein besta leiðin til að róa sig og endurnýja sína eigin hamingju.

Fjögur: Það er 10 ára munur á kynjunum þegar kemur að hámarki kynferðislegrar virkni. Oft er sagt að karlar nái hátindi kynferðislegrar virkni fljótlega upp úr tvítugu en konur þegar þær eru á miðjum aldri. Sannleikurinn er hins vegar sá að bæði kynin fara í gegnum hæðir og lægðir í kynferðislegri virkni á lífsleiðinni og það tengist miklu fleiri atriðum en bara aldri að sögn Carroll og Vreeman.

Fimm: Það er aðeins tímaspursmál hvenær karl heldur framhjá. Í fyrsta lagi, framhjáhald er ekki eitthvað sem ekki hægt að komast hjá. Í öðru lagi er aldur varla tengdur þessu. Fólk (karlar og konur) eru líklegri til að halda framhjá þegar þau eru óhamingjusöm í samböndum sínum eða/ef þau ná ekki saman við makann í kynlífinu.

Sex: Það er glatað að vera í sokkum þegar kynlíf er stundað. Þetta er sagt vera eitt það mest óæsandi sem til er. Niðurstöður rannsóknar, sem er kannski svolítið sérkennileg í sjálfu sér, sýna að fólk sem er í sokkum á meðan það stundar kynlíf er líklegra til að fá fullnægingu en sokkalaust fólk. Aðalatriðið í þessu er kannski að kynlífið er best þegar fólki líður vel og ef þér líður betur þegar fæturnir eru heitir þá skaltu bara vera í sokkunum.

Mynd: www.123rf.com

Sjö: Karlar sem þvo þvottinn æsa konurnar sínar kynferðislega. Það er frábært fyrir hjónabandið ef fólk skiptir húsverkunum á milli sín. Niðurstöður rannsókna um þetta efni hafa verið misvísandi en flest bendir þó til að þetta sé ekki rétt og að hið gagnstæða eigi frekar við, því miður konur. Niðurstöður einnar rannsóknar sýndu að þeim mun meira sem karlinn tæki þátt í húsverkunum, eldamennsku, þrifum og þvotti, þeim mun sjaldnar stundaði hann kynlíf. Hins vegar höfðu „karlmannleg“ verk eins og bílaviðgerðir, garðsláttur og þess háttar þau áhrif að þeir stunduðu meira kynlíf. Það skiptir því kannski máli hvaða húsverkum karlinn sinnir.

Átta: Konur vilja ekki stunda kynlíf. Fólk hefur sagt þetta lengi, að kynhvöt karla sé meiri en kvenna. Niðurstöður nýjustu rannsókna benda til að þetta sé einfaldlega rangt. Málið er bara að konur vilja oft kynlíf á annan hátt en karlar og við höfum tilhneigingu til að líta ekki á konur sem kynverur en það eru samfélagsleg áhrif sem valda því. Carroll og Vreeman segja að niðurstöður margra rannsókna bendi til að konur hafi alveg jafn mikla kynhvöt og karlar.

Níu: Stórir fætur og hendur þýða að karlinn … Nei. Þrátt fyrir að sömu genin virðist koma við sögu þegar kemur að vexti kynfæra, fingra og táa þá eru engar góðar sannanir fyri að karlar með stóra fætur séu með stærri limi. Það er ekki hægt að segja til um þetta með því að horfa á hendur þeirra, segja Carroll og Vreeman.

Birtist áður á Pressunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“