fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fókus

Jákvæðnin holdi klædd

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 4. júní 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gwyneth Paltrow er ofurjákvæð manneskja. Hún segist læra af öllum mistökum sínum og nýta þau til að þroska sig. Hún segir að skilnaður sinn og tónlistarmannsins Chris Martin hafi verið ótrúlega sársaukafullur en hún hafi verið staðráðin í því að gera hann jákvæðan. Hún tók því meðvitaða ákvörðun um að einbeita sér að því að hugsa um allt það góða í fari síns fyrrverandi eiginmanns og lagði mikið á sig til að varðveita vináttu þeirra. Paltrow giftist Chris Martin árið 2003 en þau skildu árið 2016. Þau eiga saman Apple, þrettán ára, og Moses sem er ellefu ára.

Paltrow er ekki bara fræg fyrir kvikmyndaleik, hún er einnig þekkt fyrir heilsusamlegan lífsstíl og hefur verið ófeimin við að miðla ráðum til annarra á lífsstílssíðu sinni Goop. Þeim ráðum hefur verið misvel tekið og nýlega varaði læknir við uppskrift á síðu hennar og sagði hana stórhættulega þar sem í henni væru eiturefni.

Sjálf segist Paltrow verða fyrir ómaklegri gagnrýni vegna áherslna sinna á heilsusamlegt líferni. „Konur mæta yfirleitt mótbyr, sérstaklega ef þær njóta velgengni og líta vel út,“ segir hún. Hún segist ekki fylgja jafn ströngum lögmálum varðandi heilsusamlegan lífsstíl og hún gerði áður. Hún segir aldur sinn skýra það, en hún er fjörtíu og fjögurra ára gömul. Hún fastar ekki jafn oft en borðar ekki morgunmat, fyrsta máltíð dagsins er hádegismatur, væntanlega afar heilsusamlegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

58 ára og sjóðheit framan á forsíðu Sports Illustrated

58 ára og sjóðheit framan á forsíðu Sports Illustrated
Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Bieber rýfur þögnina um Diddy – Myndband af þeim vakti óhug

Justin Bieber rýfur þögnina um Diddy – Myndband af þeim vakti óhug
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði