fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Þess vegna vill barþjónninn hálfan milljarð frá Shia LaBeouf

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. maí 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Shia LaBeouf hefur verið krafinn um fimm milljónir Bandaríkjadala, eða um hálfan milljarð íslenskra króna, vegna atviks sem varð á veitingastað í Los Angeles í aprílmánuði.

Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma enda náðist það á myndband þegar leikarinn öskraði ókvæðisorðum að barþjóninum.

Forsaga málsins er sú að LaBeouf fór út að borða og skemmta sér á stað sem heitir Jerry‘s Famous Deli. Með í för var eiginkona leikarans, Mia Goth. Barþjónninn David Bernstein neitaði að gefa hjónunum meira áfengi og það fór mjög fyrir brjóstið á leikaranum.

Myndband af atvikinu var birt á vef TMZ eftir að það kom upp en á því má heyra LaBeouf meðal annars kalla barþjóninn „helvítis rasista“ áður en hann barði hnefanum í borðið. Það virðist hafa verið nóg til þess að barþjónninn, Bernstein, ákvað að stefna leikaranum og krefja hann um greiðslu fimm milljóna Bandaríkjadala.

Bernstein óttaðist að LaBeouf myndi ganga í skrokk á sér og segir í stefnunni að atvikið hafi fengið mikið á hann. Hann þjáist af kvíða og ótta og þá hafi hann verið hafður að háði og spotti á samfélagsmiðlum. Lögmaður leikarans hefur hafnað bótakröfunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði