fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fókus

Svona brást George Clooney við þegar hann heyrði af skilnaði Brads og Angelinu

Kom af fjöllum þegar blaðamaður CNN innti hann eftir viðbrögðum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2016 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George Clooney kom af fjöllum þegar fréttamaður CNN spurði hann út í skilnað Brads Pitts og Angelinu Jolie. Clooney er góður vinur hjónanna en hann og Pitt hafa leikið saman í fjölmörgum bíómyndum í gegnum árin. Nægir í því samhengi að nefna Ocean‘s-myndirnar.

Sjá einnig: Brad Pitt er reiður út í Angelinu: Tilbúinn að berjast við hana um börnin

Fréttamaður CNN hitti Clooney í gær þar sem hann spurði hann út í hans viðbrögð við þeim tíðindum að hjónin væru að skilja. Clooney virtist í fyrstu ekki alveg skilja spurninguna og þegar fréttamaður útskýrði fyrir honum hvað hann ætti við virtist Clooney vera nokkuð brugðið.

„Ég vissi það ekki. Ég samhryggist þeim. Þetta eru sorgleg tíðindi og óheppileg fyrir fjölskylduna. Mér þykir mjög leitt að heyra þetta,“ sagði Clooney. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Ua0PmqIWwX0&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt