fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Vilja þakka stuðninginn

Adam Williams kemur í október í boði stuðningsmanna íslenska landsliðsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. júlí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við viljum þakka honum fyrir stuðninginn við íslenska landsliðið á Evrópumótinu,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson, sem fer fyrir söfnun fyrir Adam Williams og konu hans Catherine sem geri þeim kleift að koma til landsins. Adam er 26 ára gamall lögregluþjónn frá London sem varð fyrir lífshættulegri hnífaárás í París þann 3. júlí síðastliðinn, eftir leik Íslands og Frakklands á Evrópumótinu.

Adam er stuðningsmaður íslenska liðsins, en árásarmaðurinn stakk hann tvisvar í kviðinn með steikarhníf. Adam er enn á sjúkrahúsi og verður frá vinnu næstu tvo mánuðina hið minnsta.

Hann kemur hingað til lands í boði Tólfunnar, fyrirtækja og velgjörðarmanna í október og fara þau Catherine meðal annars á leik á Laugardalsvelli þar sem Ísland mætir Finnlandi í undankeppni HM. Söfnun var hleypt af stokkunum síðasta föstudag í tilefni þessa.

Þegar hafa mörg fyrirtæki lagt söfnuninni lið og hafa hjónin fengið gefins farseðla hingað til lands, gistingu og fleira. Adam hefur óskað eftir því að helmingur þeirra fjármuna sem safnast verði gefinn til innlendra góðgerðarmála, nánar tiltekið til Barnaspítala Hringsins og til Landsbjargar.

Hannes segir að það sé helst af Adam að frétta að hann sé enn á sjúkrahúsi, en bataferlið gangi ágætlega. Hann sé byrjaður að ganga stuttar vegalengdir, en þurfi góðan tíma til að jafna sig eftir árásina.
Þeim sem vilja aðstoða Adam og Catherine er bent á söfnun Tólfunnar.

Reikningsnúmerið er 515-14-411483 og kennitalan er 521113-0650 en reikningurinn er á nafni Tólfunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“