fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Fólki blöskrar

Páll Magnússon gagnrýnir óeðlilegar launahækkanir

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 15. júlí 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ítrekað sér fólk hluti sem sannfæra það um að það sé kannski bara öruggast að tortryggja allt,“ segir Páll Magnússon í viðtali við DV. Hann nefnir nokkur dæmi: „Stjórnendur í banka og fyrirtæki sem er að fara á markað, Síminn á sínum tíma, halda að það sé enn í lagi, eftir hrun, að handpikka vini sína sem fá að kaupa hlutabréf á lágu verði og gera þá ríkari áður en fyrirtækið fer á markað fyrir almenning. Fólk sér þetta og því blöskrar.“

Páll tekur fleiri dæmi: „Forystumenn í atvinnulífinu sitja á fundi í stjórn Samtaka atvinnulífsins, koma út af fundinum og segja grafalvarlegir að það sé ekki svigrúm til að hækka laun á Íslandi meira en tvö til þrjú prósent, annars fari allt til andskotans. Þetta sama fólk fer sama dag á stjórnarfund, til dæmis í Granda eða VÍS, og hækkar eigin laun um 30–40 prósent á einu bretti. Og þessir menn halda enn, eftir hrun, að þetta sé allt í lagi og að það gildi allt önnur lögmál um þá sjálfa en alla aðra.

Núna nýlega sjáum við dæmi um að Kjararáði finnst allt í lagi að hækka ráðuneytisstjóra um 30 prósent í launum meðan aðrir eiga að láta 3 prósentin duga.

Það er þessi hegðan í samfélaginu sem gerir að verkum að traustið er enn í núllpunkti. Fólk er alltaf að sjá dæmi um það aftur og aftur að það borgi sig bara að gera ráð fyrir því í upphafi að rangt sé haft við – og reikna með því þangað til annað kemur í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“