fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Leikari sakfelldur fyrir morð á eiginkonu sinni

Michael Jace varð eiginkonu sinni að bana árið 2014

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. júní 2016 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Michael Jace hefur verið sakfelldur fyrir morð á eiginkonu sinni, April Jace, árið 2014. Michael er einna best þekktur fyrir leik sinn í þáttunum The Shield á árunum 2002 til 2008 þar sem hann fór með hlutverk lögregluþjóns.

April var skotin til bana árið 2014.
Skotin til bana April var skotin til bana árið 2014.

Michaels játaði að hafa skotið eiginkonu sína í fótlegginn á heimili þeirra hjóna árið 2014. Rannsókn málsins leiddi þó í laus að hann hafði skotið hana í bakið áður en hann skaut hana í fótleggina. Fyrir dómi kom fram að April hafði fyrr þennan örlagaríka dag farið fram á skilnað. Til heiftarlegra rifrilda kom í kjölfarið sem endaði með fyrrgreindum afleiðingum.

Fyrir dómi sagðist hann hafa ætlað að svipta sig lífi umræddan dag. Hann hefði skort hugrekki til þess og þess í stað skotið eiginkonu sína. „Ég var reiður. Ég ætlaði bara að skjóta hana í fótlegginn. Og ég gerði það, það var allt og sumt,“ sagði Michael við yfirheyrslu hjá lögreglu. Þrjú skotsár voru hins vegar á líki April.

Synir þeirra tveir, átta og fimm ára, urðu vitni að atvikinu. Að sögn saksóknara hafði Michael grunað April um framhjáhald – en sjálf hafði hún neitað því í smáskilaboðum sem gengu á milli hennar og Michaels skömmu áður en hún var drepin.

Michael á yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsi.

Þessi 53 ára leikari lék eitt af aðalhlutverkunum í The Shield sem sýndir voru á árunum 2002 til 2008. Þættirnir hlutu mikið lof gagnrýnenda. Eftir að þættirnir runnu sitt skeið lék Michael minni hlutverk í ýmsum þáttum, til dæmis CSI, Rizzoli & Isles, Private Practice, Nikita og Southland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“