fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Johnny Depp að skilja: Móðir leikarans sögð hafa „hatað“ Amber

Amber Heard sækir um skilnað frá Johnny Depp

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. maí 2016 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amber Heard hefur sótt um skilnað frá leikaranum góðkunna Johnny Depp. Aðeins eru fimmtán mánuðir síðan Amber og Johnny gengu í hjónaband.

Að því er slúðurpressan greinir frá sótti Amber um skilnaðinn á mánudagskvöld og mun ástæðan vera ágreiningur þeirra á milli sem ekki hefur tekist að leysa úr.

Að því er TMZ greinir frá hafði verið grunnt á því góða milli Amber og Johnny um nokkurt skeið og segir heimildarmaður slúðurmiðilsins að móðir Depp, Betty Sue Palmer, sem lést á dögunum, hafi „hatað“ Amber. Það hafi verið skoðun Betty að Amber hafi gengið í hjónaband með Johnny til þess eins að græða á því fjárhagslega og koma sér á framfæri í hörðum heimi Hollywood.

Svo virðist vera sem það hafi farið illa með hjónabandið þegar Depp ákvað að leyfa móður sinni að dvelja á heimili þeirra í kjölfar veikinda Betty. Betty lést á föstudag í síðustu viku og sótti Amber um skilnaðinn örfáum dögum síðar.

Amber mun hafa krafist þess þegar hún sótti um skilnaðinn að eignum þeirra yrði skipt á milli. Auðæfi Depps, sem hefur verið í hópi launahæstu leikara heims undanfarin ár, eru metin á 400 milljónir Bandaríkjadala, 50 milljarða króna. Að því er TMZ greinir frá gerðu hjónin ekki með sér kaupmála þegar þau gengu í hjónaband.

Frægðarsól Amber, sem varð þrítug á dögunum, hefur risið hratt undanfarin misseri og mun hún leika eitt af aðalhlutverkunum í nýjustu mynd Zack Snyder, The Justice League: Part One, sem verður frumsýnd á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna