fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

„Fimmti Bítillinn“ er látinn

George Martin lést á heimili sínu 90 ára að aldri – Einn allra áhrifamesti upptökustjóri tónlistarsögunar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. mars 2016 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George Martin, sem gjarnan hefur verið kallaður „fimmti Bítillinn,“ er látinn. Martin var einn allra áhrifamesti upptökustjóri tónlistarsögunnar en hann kom Bítlunum á kortið í upphafi sjöunda áratugs síðustu aldar.

Það var Ringo Starr, trommari Bítlanna, sem tilkynnti um andlát Martins á Twitter í gær.

Í tilkynningu frá sem barst síðar frá aðstandendum Martins segir að hann hafi látist á heimili sínu vegna aldurs, en hann var 90 ára þegar hann lést.

Martin er þekktastur fyrir að taka upp og útfæra lög Bítlanna. Martin gerði samning við drengina frá Liverpool árið 1962, eftir að þeim hafi verið hafnað af nokkrum útgáfufyrirtækjum.

Martin naut gríðarlegrar velgengni í tónlistargeiranum og tók meðal annars upp, og útfærði, 30 smáskífur sem náðu efsta sæti á breska vinsældarlistanum og 23 í Bandaríkjunum. Árið 1996 var hann svo sleginn til riddara af Elísabetu Englandsdrottningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna