fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Fimm ára stúlka lömuð eftir bakbeygju

Skaddaðist á mænu og missti tilfinningu fyrir neðan mitti – Safnað fyrir sjúkraþjálfun – Er enn mikill fjörkálfur segir móðir hennar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. mars 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hoelscher, fimm ára gömul stúlka frá Kaliforníu, lamaðist fyrir neðan mitti þegar hún var að leika sér í stofunni heima hjá sér. Slysið átti sér stað fyrir fáeinum mánuðum og er Eden nú í strangri sjúkraþjálfun til að reyna að fá styrk í fæturna á ný.

Í samtali við ABC segir Kylee Hoelscher, móðir Eden, að dóttir hennar hafi verið fjörug frá fæðingu. Hún hafi verið byrjuð að ganga þegar hún var níu mánaða gömul og farin að hjóla, án hjálparadekkja, þegar hún var eins og hálfs árs. Kylee segir Eden hafa haft mikinn áhuga á fimleikum og verið dugleg að æfa sig í stofunni heima.

Það var svo skömmu fyrir síðustu jól þegar að Eden var að gera svokallaða bakbeygju að eitthvað fór úrskeiðis. Kylee segir að Eden hafi staðið upp eftir bakbeygjuna og kvartað yfir verkjum í mjöðm og fótum.

Hálftíma síðar var Eden í miklu uppnámi. Hún gat ekki staðið upp og sagðist ekki finna fyrir fótunum sínum. Kylee fór með Eden á sjúkrahús og komust læknar að því að hún hefði skaddast á mænu, með þeim afleiðingum að blóðflæði til mænunnar hefði stöðvast.

Eden var 52 daga á sjúkrahúsi og segir móðir hennar að læknar hafi aldrei heyrt um að svo bakbeygja hafi valið eins miklum skaða.

Kylee segir dóttir sína þó enn vera mikinn fjörkálf og var hún sem dæmi komin aftur í skóla aðeins viku eftir að hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu.

„Hún er ótrúlegt barn og ég vil bara að hún sé hamingjusöm,“ segir Kylee og bætir við að dóttir hennar sé þegar farin að prjóna og leika alls konar listir í hjólastólnum sínum.

Kylee hefur nú stofnað reikning á GoFoundMe til að reyna að safna fyrir meðferðinni sem dóttir hennar þarf á að halda.

Var komin aftur í skólann aðeins viku eftir að hún var útskrifuð af sjúkrahúsi.
Eden Hoelscher. Var komin aftur í skólann aðeins viku eftir að hún var útskrifuð af sjúkrahúsi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“