fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Afmæli 15 ára stúlku kostaði 800 milljónir: Pitbull og Nick Jonas sáu um tónlistina, veislan haldin í 5.000 fermetra höll

Öllu tjaldað til í afmælisveislu Mayu Henry í San Antonio í Bandaríkjunum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. mars 2016 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að foreldrar Mayu Henry frá San Antonio í Bandaríkjunum hafi tjaldað öllu til við skipulagningu afmælisveislu stúlkunnar sem hélt upp á fimmtán ára afmæli sitt á dögunum. Talið er að veisluhöldin hafi kostað sex milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega 800 milljónir króna.

Maya Henry er dóttir Thomas J Henry, en hann er eigandi stórrar lögfræðistofu sem sérhæfir sig í slysabótum. Veislan var haldin í glæsilegum fimm þúsund fermetra veislusal í San Antonio, sem skreyttur var með stórum kirsuberjatrjám, og léku tónlistarmenn á borð við Pitbull og Nick Jonas fyrir dansi.

Afmælisbarnið skartaði rándýrum Rolando Santana-kjól og það var enginn viðvaningur sem sá um að farða Mayu. Förðunin var í höndum Patrick Ta, sem meðal annars hefur unnið fyrir Kim Kardashian. Þá myndaði atvinnuljósmyndarinn Donna Newman afmælisveisluna, en hún hefur til að mynda unnið fyrir leikarann Matt Damon og forstafrúna Michelle Obama.

Faðir stúlkunnar, Thomas J Henry, og móðir, Azteca, fengu David Monn, þekktan viðburðaskipuleggjenda, til að sjá til þess að afmælisveislan yrði sem glæsilegust. Þeir 600 gestir sem mættu í afmælið urðu væntanlega ekki fyrir neinum vonbrigðum og lýsti afmælisbarnið yfir ánægju sinni á Instagram að veislunni lokinni.

„Þetta var stórkostlegt kvöld sem ég mun aldrei gleyma. Ég er þakklát þeim sem mættu og ég er þakklát foreldrum mínum sem eru ótrúlegir,“ sagði Maya sem er með átján þúsund fylgjendur á Instagram. Þar hefur Maya hefur meðal annars birt myndir af sér með stjörnum á borð við Justin Timberlake, Justin Bieber og Katy Perry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs