fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Áhugaverðar staðreyndir um Adele

Söngkonan Adele hefur afrekað margt – Með báða fætur á jörðinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. febrúar 2016 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og lagahöfundurinn Adele hefur notið gífurlegra vinsælda frá því hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með sína kraftmiklu og fallegu rödd. Hún er orðin ein vinsælasta söngkona fyrr og síðar, þrátt fyrir að vera ekki orðin þrítug. Uppselt er á tónleika með henni marga mánuði fram í tímann og plöturnar seljast í bílförmum. Þrátt fyrir frægðina er hún einstaklega alþýðleg, hefur húmor fyrir sjálfri sér og spáir lítið í það hvað öðrum finnst um hana. Hér eru nokkur dæmi um það sem söngkonan geðþekka hefur áorkað í gegnum tíðina, bæði í starfi og einkalífi.

Topp 10
Hún er fyrsta söngkona sögunnar til að vera með þrjár smáskífur á topp tíu lista Billboard Hot 100.

Þrjár milljónir
Fyrsti listamaðurinn í sögunni til að selja yfir þrjár milljónir eintaka af plötu á einu ári í Bretlandi.

Plötur Adele seljast í bílförmum og uppselt er á tónleika marga mánuði fram í tímann.
Nýjasta platan Plötur Adele seljast í bílförmum og uppselt er á tónleika marga mánuði fram í tímann.

Mynd: EPA

26 milljónir
Seld hafa verið fleiri en 26 milljónir eintök af annarri plötu hennar, 21.

Skyfall sló í gegn**

Hún fékk bæði Golden Globe-verðlaunin og Óskarinn fyrir lagið Skyfall, sem er titillag samnefndrar Bond-myndar og þykir eitt besta Bond-lag sögunnar.

Áhrifamikil
Adele hefur komist á lista Time Magazine yfir áhrifamestu einstaklinga heims.

Smáskífa og breiðskífa
Fyrsti núlifandi listamaðurinn til að afreka að vera á sama tíma inni á topp 5 smáskífulistanum og breiðskífulistanum í Bretlandi, síðan Bítlunum tókst það árið 1964.

Búið er að gera vaxmynd af söngkonunni.
Vaxmynd Búið er að gera vaxmynd af söngkonunni.

Mynd: EPA

16 ára
Adele skrifaði undir sinn fyrsta plötusamning aðeins 16 ára eftir að vinkona hennar hafði birt myndband af henni að syngja á samfélagsmiðlinum Myspace.

Vogue
Henni hefur tekist að vera á forsíðu bæði breska og bandaríska tískutímaritsins Vogue, án þess að vera í fatastærð 0.

Vaxmynd
Það er búið að gera af henni vaxmynd á Madame Tussauds-vaxmyndasafninu í London.

Adele fékk bæði Óskarinn og Golden Globe-verðlaunin fyrir Bond-lagið Skyfall, úr samnefndri mynd.
Með Óskarinn Adele fékk bæði Óskarinn og Golden Globe-verðlaunin fyrir Bond-lagið Skyfall, úr samnefndri mynd.

Mynd: EPA

Sló metið
Árið 2012 fór hún heim af Grammy-verðlaunahátíðinni með sex verðlaun, þar á meðal verðlaun fyrir bestu plötuna. Með því náði hún að jafna fjölda verðlauna sem kvenkyns listamaður hafði unnið á hátíðinni.

Grennir sig ekki
Hún hefur engan áhuga á því að grenna sig niður í stærð 0, líkt og mörgum konum þykir eftirsóknarvert. „Ég myndi aðeins grenna mig ef ég þyrfti þess af heilsufarslegum ástæðum eða til að bæta kynlífið. Ég þarf hvorugt,“ lét Adele eitt sinn hafa eftir sér.

Selur ekki soninn
Hún hefur ekki áhuga á að selja blöðum eða tímaritum myndir af syni sínum, líkt og þykir vinsælt í bransanum.

Adele jafnaði gamalt met þegar hún gekk burt með sex verðlaun af Grammy verðlaunahátíðinni árið 2012.
6 Grammy verðlaun Adele jafnaði gamalt met þegar hún gekk burt með sex verðlaun af Grammy verðlaunahátíðinni árið 2012.

Mynd: EPA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs