fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Kláruðu tónleikana, þremur mánuðum eftir fjöldamorðin

Eagles of Death Metal héldu tónleika í Bataclan-höllinni í gær – Voru að spila þegar hryðjuverkin í París áttu sér stað

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. febrúar 2016 07:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska rokkhljómsveitin Eagles of Death Metal hélt í gærkvöldi tónleika í Bataclan-tónleikahöllinni í París. Hljómsveitin spilaði þar síðast þegar hryðjuverkin í París áttu sér stað og fjöldi fólk lést, meðal annars í tónleikahöllinni.

Í gær steig sveitin því aftur á svið, um þremur mánuðum eftir að hryðjuverkamenn réðust inn í höllina á meðan á tónleikum þeirra stóð. Hátt í hundrað létust í árásinni í Bataclan í nóvember. Á tónleikunum í gær voru hundruð eftirlifenda ásamt fjölskyldum þeirra sem særðust eða létu lífið í árásinni staddir á tónleikunum.

Hljómsveitarmeðlimir Eagles of Death Metal höfðu lofað aðdáendum sínum að þeir myndu klára tónleikanna sem hryðjuverkamennirnir eyðilögðu. Í frétt Guardian segir að tónleikarnir í gær hafi gengið vel. Fram kemur að tónleikarnir hafi verið ansi tilfinningaþrungnir enda árásin enn í fersku minni margra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna