fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Kanye West trylltur á Twitter: Bað Zuckerberg um milljarð dollara

Birti fjölmargar og undarlegar færslur í gær – „Ég er Disney þessarar kynslóðar.“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. febrúar 2016 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kanye West hefur hegðað sér afar einkennilega á samfélagsmiðlinum Twitter um síðustu misseri og í gær leit út fyrir að rapparinn, og eiginmaður Kim Kardashian, væri hreinlega að fá taugaáfall.

Í gær birti hann fjölmargar og undarlegar færslur á nokkrum klukkustundum. Í fyrstu færslunni spurði hann Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, hvort að hann gæti fjárfest í Kanye West hugmyndum fyrir einn milljarð dollara.

//platform.twitter.com/widgets.js

„Mark Zuckerberg, ég veit að þú átt afmæli en gætir þú vinsamlegast hringt í mig á morgun,“ sagði West í annarri færslu og svo síðar:

„Mark, ég er opinberlega að biðja þig um aðstoð.“

Kanye sagðist meðal annars skulda 53 milljónir dollara og að hann væri besti listamaður heims, en hann gæti ekki stundað list sína eins og hann myndi kjósa því hann ætti ekki peninga til þess.

„Ég er Disney þessarar kynslóðar.“

//platform.twitter.com/widgets.js

Þá bað hann alla aðdáendur sína að ná í smáforritið Tidal, svo að þeir gætu hlustað ná nýja plötu sem hann er að gefa út.

Í næstsíðustu færslunni sagði West svo geta sannað hann væri raunverulega að skrifa færslurnar en fjölmargir veltu fyrir sér hvort að nettröll hefðu tekið yfir Twitter-aðgang West.

„Og já það eru stafsetningarvillur í þessum færslum. Þannig vitið þið að þetta er ég.“

West hefur á síðustu vikum birt ansi vafasamar færslur. Sem dæmi sagði hann að íþróttaframleiðandinn Puma hefði hreinlega verið að kasta peningum á glæ með því að bjóða mágkonu hans samning og sagði að leikarinn Bill Cosby, sem margsinnis hefur verið sakaður um naugðun, væri saklaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syndis kaupir Ísskóga
Fókus
Í gær

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Í gær

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“