fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Sögulegar sættir í vændum? Katy Perry býður Taylor Swift í fyrirpartý

Dívurnar hafa eldað grátt silfur undanfarin ár

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. febrúar 2016 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögulegar sættir gætu verið í vændum hjá bandarísku söngkonunum Taylor Swift og Katy Perry en þær hafa átt í illvígum deilum síðastliðin ár. Hefur Katy nú boðið Taylor ásamt bresku söngkonunni Adele í fyrirpartý fyrir Grammy-verðlaunin í kvöld. Ekki er vitað hvort þær verði við boðinu en Grammy-verðlaunin eru í boði Spotify, en Taylor bannaði fyrirtækinu á sínum tíma að spila plötuna sína 1989. Samkvæmt Huffington Post er Katy sjálf ekki viss hvort Taylor láti sjá sig: „Það fer bara eftir því hvort hún sé upptekin,“ var haft eftir Katy Perry.

Deilur þeirra má rekja til lagsins Bad Blood sem Taylor samdi um Katy eftir að sú síðarnefnda átti að hafa stolið frá henni dönsurum. Katy gagnrýndi Taylor svo á Twitter og aftur eftir að Taylor lenti í deilum við söngkonuna Nicky Minaj.

Nú virðist sem svo að Taylor eigi við annan og stærri óvin að etja en rapparinn Kanye West lét hafa eftir sér slæm ummæli um Taylor. Sagði hann meðal annars í nýju lagi: „Ég gerði tíkina fræga“ og vitnar hann þar í atvik sem átti sér stað á VMA-verðlaunaafhendingunni þegar hann kom óvænt upp á svið þegar hún var að taka við verðlaunum. Sagði hann einnig að hann myndi sofa hjá henni einn daginn.

Talsmenn Swift hafa sagt ummæli West full af kvenhatri en Kanye hefur sjálfur sagt að hún eigi heiðurinn af textanum og að hann hafi verið saminn eftir að þau hafi rætt saman í síma í klukkutíma. Taylor hefur ekki svarað nýjasta útspili West.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því