fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Svala um ummæli Helga: „Ég sætti mig ekki við karlrembu komment!!!!“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2016 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til orðaskaks kom á milli söngvaranna Svölu Björgvinsdóttur og Helga Björnssonar í þættinum Voice sem sýndur er á Skjá einum. Svala og Helgi eru dómarar í þættinum en í þættinum berjast dómararnir um að fá keppendur í sitt lið. Taka þeir meðal annars að sér að þjálfa keppendur. Svala og Helgi vildu bæði fá efnilega söngkonu í sitt lið. Í myndskeiði á vef mbl.is má sjá samskipti Helga og Svölu.

„Þú lætur eins og lítill krakki,“ sagði Helgi þá.

Svala: „Það er vegna þess að mig langar að vinna með henni.“

Helgi: „Já já, mig langar líka að vinna með henni.“

Svala: „Ekki eins mikið og mér.“

Helgi: „Ég ætla að segja þér af hverju, það er additjút í þér þegar þú ert að syngja og sýndir það strax áðan. Svala getur náttúrulega kennt þér hvernig á að fara í eitthvað sokkabuxur og svona.“

Svala deildi frétt mbl.is og sagði að hún gæti ekki sætt sig við karlrembu eins og þá sem Helgi sýndi af sér. „Ég sætti mig ekki við karlrembu komment!!!! Ég er hæfileikarík og sterk kona og ég veit hvað ég vil. […] Maður á aldrei á láta neinn gera lítið úr hæfileikum sínum.“

Bætti Svala við að hún tæki karlrembukomment Helga ekki nærri sér.

„ … sem fyrirmynd fyrir ungar stelpur og konur þá verð ég að mótmæla svona kommentum!!! sem kona í mínum bransa þá hef ég þurft að berjast fyrir ÖLLU því sem ég hef áorkað og tala af mikilli reynslu þar og hef oft heyrt svipuð komment sögð við konur í mínum bransa í gríni og ekki í gríni….og mér finnst það bara alls ekki í lagi og heldur ekkert fyndið! ég og Helgi erum mjög góðir vinir og verðum það alltaf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið