fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Íslensk paradís toppar Kínamúrinn, Feneyjar og Miklagljúfur

Þúsaldarkynslóðin hefur mikinn áhuga á Íslandi

Kristín Clausen
Sunnudaginn 20. nóvember 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú lifir aðeins einu sinni er orðasamband sem fjölmargir einstaklingar af þúsaldarkynslóðinni svokölluðu hafa tamið sér. Ferðalög eru fastur liður í lífi þessarar kynslóðar sem hafa ferðast á staði sem eldri kynslóðir létu sig ekki einu sinni dreyma um að heimsækja.

í Feneyjum
Gondólar í Feneyjum

Mynd: EPA

Nýlega birtust niðurstöður rannsóknar þar sem 5000 einstaklingar á aldrinum 18 til 25 ára svöruðu hinum ýmsu spurningum. Þar á meðal hvaða áfangastaði þessi hópur myndi helst vilja heimsækja.

Ferðaskrifstofan Contiki, sem sérhæfir sig í ferðum fyrir ungt fólk, birti lista upp úr niðurstöðunum sem er kallaður „Engin eftirsjá.“

Slakandi í skammdeginu
Flesta langar að heimsækja Bláa lónið Slakandi í skammdeginu

Mynd: 123rf.com

Vinsælasti áfangastaðurinn á listanum, sem sá staður sem flesta dreymir um að heimsækja og eða upplifa, er Bláa lónið á Íslandi.

Á listanum má einnig finna pýramídana í Giza, Kínamúrinn og næturlífið í Las Vegas svo eitthvað sé nefnt. Það má því segja að Íslands sé algjörlega búið að slá í gegn í þessum stóra hópi.

Hér má svo sjá listann yfir þá 20 áfangastaði og eða upplifanir sem fólk af þúsaldarkynslóðinni dreymir um að heimsækja og eða framkvæma.

1 Að baða sig í Bláa lóninu
2 Sjá pýramídana í Giza
3 Ganga á Kínamúrnum
4 Slaka á á Byron Bay strandlengjunni í Ástralíu

Ítölsk pizza heillar
Margir væru til í að læra að baka Ítölsk pizza heillar

5 Læra hvernig á að baka alvöru ítalska pizzu
6 Keyra Route 66 þvert yfir Bandaríkin
7 Sigla um í Feneyjum á gondóla
8 Kyssa Eiffel turninn.
9 Horfa á sjávarskjaldbökur verpa eggjum í sandinn á Kosta Ríka
10 Fara í lautarferð í franskri sveit

Milljónir ferðamanna heimsækja Vegas á hverju ári
Næturlífið laðar að Milljónir ferðamanna heimsækja Vegas á hverju ári

11 Djamma í Las Vegas
12 Heimsækja Yosmite þjóðgarðinn í ??
13 Horfa á sólin rísa yfir Uluru í Ástralíu
14 Snorka í Great Barrier kóralrifinu
15 Sjá Monu Lisu
16 Prófa allar bragðtegundir af ítölskum Gelato í Róm
17 Sjá Miklagljúfur úr þyrlu

Hjólamenning er ríkjandi
Amsterdam er skemmtileg stórborg Hjólamenning er ríkjandi

Mynd: EPA

18 Knúsa kóalabjörn í Queensland
19 Ferðast um frumskóginn í Kosta Ríka
20 Hjóla í Amsterdam

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“