fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Kveðjutónleikar Leoncie: „Það þarf ansi marga Íslendinga til þess að berja niður einn indverskan snilling“

Indverska prinsessan gefur út nýja plötu, Mr. Lusty, og flytur svo af landi brott

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2016 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Leoncie er algjörlega einstök í sinni röð hérlendis. Við erum að missa listakonu sem fer sínar eigin leiðir, oft í miklum mótvind,“ segir Dr. Gunni í samtali við DV. Tilefni samtalsins er að doktorinn er að skipuleggja tónleika á Hard Rock Café sem verða einskonar kveðjuviðburður indversku prinsessunnar áður en hún flytur af landi brott. Þar mun hann sjálfur stíga á stokk og spila lög af nýrri plötu, Atvik, auk hljómsveitarinnar Krakk og Spaghettí. Aðspurður hvernig það kom til að hann fór að skipuleggja viðburðinn sagði Dr. Gunni: „Ég man það ekki, þetta æxlaðist bara svona.“

Herra Losti lítur brátt dagsins ljós

Þegar blaðamaður DV náði sambandi við Leoncie var hún að leggja við RÚV í Efstaleiti þar sem hún . Nánar tiltekið var Viktor að leggja. „Guði sé lof að hann hjálpar mér. Ég gæti ekki þessu stressi án hans,“ segir Leoncie hlýlega um lífsförunaut sinn.

Það hýrnar yfir henni þegar blaðamaður spyr út í tónleikanna og tilefni þeirra. „Ég er að gefa út nýja plötu vonandi í lok þessarar viku. Hún heitir Mr. Lusty. Ég ætla að trylla aðdáendur mína með nýjum smellum og gömlu kynþokkafullu lögunum. Ég er búin að vera að sauma nýja búninga þannig að það verður öllu til tjaldað,“ segir hún og hlær.
Prinsessan gefur til kynna að hún sé úrvinda eftir mikla törn. „Ég er búinn að vera að þræla í stúdíói undanfarið. Ég gat ekki einu sinni haldið á penna daginn eftir því ég spilaði undir á öll möguleg hljóðfæri. Ég var að vinna með frábærum hljóðmanni og er ánægð með útkomuna,“ segir Leoncie.

Tónlist, pólitík og Bollywood

Tónleikarnir verða hennar síðustu hérlendis en Viktor og Leoncie ráðgera að flytja af landi brott í lok árs. Förinni er heitið til Indlands og Ástralíu þar sem tónlistin, pólitíkin og Bollywood verða tekin með trompi „Við ætluðum að flytja fyrir desember en það urðu allskonar tafir. Ég pakkaði fyrir löngu síðan og förinni er heitið til Indlands til að byrja með og síðan líklega Ástralíu. Ég á mjög marga aðdáendur þar ytra. Ég að spila með rússneskri hljómsveit og við erum að bóka um 80 tónleika í Indlandi og Ástralíu. Að auki þá er verkefni í Bollywood í undirbúningi,“ segir Leoncie.

Tónlistin verður í aukahlutverki hjá prinsessunni, aldrei þessu vant, en aðaltilgangur búferlaflutninganna er að hella sér út í stjórnmálin í Indlandi. „Leoncie ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Ég fer ekki í stjórnmál á Íslandi heldur í einu stærsta landi heims. Ég hugsa stórt og vil láta gott af mér leiða,“ segir hún og bætir við að það sé aldrei að vita nema að hún verði forseti Indlands.

Marga íslendinga til þessa að berja niður indverskan snilling

„Á Íslandi er heilbrigðiskerfið í rúst og ákvörðun Kjararáðs á dögunum var til skammar. I dont like óréttlæti og á Indlandi væru svona gjörspilltir stjórnmálamenn ekki liðnir,“ segir Leoncie. Þá segir hún fordóma Íslendinga, sérstaklega úr tónlistageiranum, vera ástæðu þess að hún er að hrekjast úr landi.

„Fordómar hafa versnað á Íslandi undanfarin ár. Það þarf ansi marga Íslendinga til þess að berja niður einn indverskan snilling. Þegar það eru kosningar þá er ég íslensk og atkvæði mitt eftirsótt. Þegar kemur að styrkjum og Eurovision þá er ég hinsvegar útlendingur sem á ekkert skilið,“ segir Leoncie.

Prinsessan er orðin of sein í viðtalið á RÚV og þarf að þjóta. Blaðamaður hrósar henni fyrir fjölhæfnina. „Ég er líka frábær kokkur. Nýlega gerðist ég grænmetisæta og geri mjög góða slíka rétti,“ segir hún. Aðspurð um ástæðu þess að hún sneri bakinu við kjötmeti. „Ég þurfti að spara, platan kostaði morðfé.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“