fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Hjörleifur: „Ég var bara fyllibytta en féll þó aldrei verk úr hendi“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 6. október 2016 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég man eftir að hafa horft út um gluggann í versluninni, sem sneri að Heiðarveginum, ég, hálffullur í versluninni að afgreiða, sá fólkið úti. Ofsalega kenndi ég í brjósti um sjálfan mig. Ég leið vítiskvalir. Þetta er sjúkdómur af djöfullegustu gerð,“ segir Hjörleifur Hallgríms Herbertsson athafnamaður um baráttu sína við alkóhólisma en hann stundaði stífa drykkju í 40 ár.

Í samtali við Akureyri Vikublað segist Hjörleifur hafa misst tökin á drykkjunni á þrítugsaldri, þá búsettur í Vestmannaeyjum. Hann var iðinn við kolann; starfaði sem vélstjóri, keypti matvöruverslun og stofnaði flugfélag en síðan fór drykkjan úr böndunum.

„Dagarnir byrjuðu gjarnan á því að ég sendi sendilinn minn út að kaupa brennivín. Ég drakk mikið í 40 ár. Þetta var orðin kvöl, sérstaklega í restina,“ segir hann jafnframt en hann kveðst hafa verið túramaður í drykkju.

„Ég drakk kannski í viku í senn, tvisvar í mánuði og um tíma var þetta orðið ansi mikið. Ég var bara fyllibytta en féll þó aldrei verk úr hendi. Ég passaði mig á því að fara ekki yfir strikið; fá mér ekki of oft úr glasinu.“

Hjörleifur hefur nú verið edrú í 22 ár en það gekk ekki vandræðalaust að losna úr viðjum Bakkusar.

„Ég vildi ekki vera svona en réð ekki við neitt en loksins fékk ég alveg nóg og fór á Vog þar sem Fríða Proppé ráðgjafi tók á móti mér. Eftir tíu daga útskrifaði ég mig sjálfur, keypti mér þrjár flöskur og datt í það og vaknaði nokkrum dögum seinna á Borgarspítalanum.

Þar var ég spurður hvort ég vildi komast aftur inn á Vog sem ég þáði og þegar Fríða tók á móti mér sagðist ég vera tilbúinn og fór í eftirmeðferð á Vík. Fjórum vikum seinna fór ég út af Vík, hættur að drekka og frelsaður og hef ekki smakkað áfengi síðan,“ segir hann en hann tekur edrúmennskuna alvarlega og tekkur ekki sopa úr bjórglasi, brjóstdropa, pilsner eða malt. „Ég hætti líka að reykja fjórum árum seinna og sakna hvorugs en sennilega fell ég frekar fyrir tóbakinu en brennivíninu. Það er ekkert minna eitur. Ég er þannig karakter að ég myndi ekki láta það eftir mér.

Ég get ekki ímyndað mér að láta dæturnar og barnabörnin frétta að karlinn sé dottinn í það. Það kemur ekki til greina. Mér þykir allt of vænt um þetta fólk til að gera því það. Áfengi skemmir en í dag er samband mitt við dæturnar mjög gott.“

[Hér má lesa viðtalið við Hjörleif í heild sinni.)(http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/hjorleifur-drakk-illa-i-40-ar-segir-alkoholisma-djofullegan-sjukdom)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“