fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fókus

Kim Kardashian er farin frá Frakklandi: Sjáðu viðbrögð Kanye West þegar hann frétti af ráninu

Var bundin, læst inni og ógnað með skotvopni

Kristín Clausen
Mánudaginn 3. október 2016 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Kardashian er farin frá Frakklandi í einkaþotu eftir að hafa orðið fyrir barðinu á þjófum sem beindu skotvopnum að henni í nótt. Líkt og áður segir réðust mennirnir inn á hótelsvítu hennar í París og rændu skartgripum, snjallsímum sem geyma mjög persónulegt efni, og öðrum verðmætum.

Verðmæti ránsfengsins eru um 11 milljónir dollara. Þar af eru skartgripir sem Kardashian fékk lánaða fyrir tískuvikuna sem og hringur sem einn og sér er metinn á 4,5 milljónir dollara.

Í frétt Daily Mail um ránið sem segir að mennirnir, sem voru fimm, hafi verið klæddir eins og lögreglumenn.

Þá segir í fréttinni að grunlaus hótelstarfsmaður hafi hleypt mönnunum inn á hótelið, Hôtel Partiulier,um klukkan hálf þrjú í nótt. Eftir að þeir voru komnir inn réðust mennirnir á starfsmanninn, handjárnuðu hann, ógnuðu honum með byssu og létu hann fylgja sér sér að svítu Kardashian.

Aðstoðarkona Kim fylgir henni út í einkaþotu í París í morgun
Skjáskot af Twitter Aðstoðarkona Kim fylgir henni út í einkaþotu í París í morgun

Í framhaldinu brutu mennirnir sér leið inn í íbúð stjörnunnar, ógnuðu henni skotvopni, bundu handa og læstu inni á einu af baðherbergjum svítunnar. Kardashian ku vera mjög brugðið eftir árásina en hún er ómeidd.

Börn Kardashian, North sem er þriggja ára og Saint sem er 10 mánaða, voru ekki í íbúðinni. En Kardashian var viðstödd tískuvikuna í París sem er í fullum gangi í borginni.

Kardashian er nú á heimleið en hún sást ganga um borð í einkaþotu á Charles De Gaulle alþjóðaflugvellinum í París í morgun í fylgd lífvarðar og aðstoðarkonu sinnar.

Kardashian huldi andliti sitt með svörtum trefli til að forðast ljósmyndara en hún var yfirheyrð vegna málsins fyrr í morgun.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=H5qIarDRR9U&w=540&h=320]

Eiginmaður Kardashian, Kanye West, var með tónleika í New York, þegar ránið var framið. Hann stöðvaði þá skyndilega í miðju lagi og sagði aðdáendum sýnum að hann þyrfti að fara þar sem neyðartilfelli hefði komið upp í fjölskyldunni, líkt og sjá má á myndbandinu sem birtist hér að neðan ofan..

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Í gær

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu