fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Náttugla sem elskar Big Mac hamborgara og diet kók: Hvernig persóna er Bill Gates?

Auður Ösp
Sunnudaginn 23. október 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Gates, stofnandi Microsoft tölvurisans og ríkasti maður heims er kröfuharður en skemmtilegur yfirmaður sem hatar hljóðið sem myndast þegar eiginkona hans bryður ísmola af áfergju. Blaðamaður Telepgraph eyddi þremur mánuðum með hinum 61 árs gamla auðjöfur með það fyrir augum að kynnast persónu hans betur.

Gates hefur setið í efsta sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims síðustu tvo áratugi en auðæfi hans eru met­in á 76 millj­arða Banda­ríkja­dala, sem sam­svar­ar um 8.500 millj­örðum króna. Til samanburðar má nefna heild­ar­gjöld rík­is­sjóðs Íslands á þessu ári nema um 580 millj­örðum kr.

Við athugun blaðamanns Telegraph kom meðal annars að dagskrá Gates er þéttbókuð af aðstoðarmönnum hans – og þar skiptir hver einasta mínúta máli. Fundir með hinum og þessum, og jafnvel bara það að taka í höndina á fólk þarf allt að eiga sér stað innan tímamarka.

Þá segir Jeo Cerrell, framkvæmdastjóri góðgerðarsamtaka Gates (Gates Foundation) að á ferðalögum megi nánast gulltryggja að koma að hótelbergi Gates séu yfirfull af tómum diet kók flöskum og undantekningarlaust sé ostborgarar snæddir í hádegismat, sama hvar þeir eru staddir í heiminum. „Það er yfirleitt alltaf einhver sendur að ná hamborgara. Ég er ekki viss um að Melina leyfi honum að borða það heima.“

Hann lýsir Gates einnig sem kröfuhörðum og óþolinmóðum yfirmanni. „Það er eins gott að þú vitir hvað þú ert að gera fyrir framan Bill, hann verður afskaplega pirraður þegar hann upplifir það þannig að tíma hans hafi verið sóað. En hann er mjög fyndinn og skemmtilegur- og alls ekki hrokafullur.

Sjálfur kveðst Gates líða best í stofunni í glæsihýsi sínu í Seattle- umvafin bókum og í frítíma sínum nýtur hann þess að eiga gæðsastundir með eiginkonu sinni Melindu þar sem þau ferðasta, fara á skíði, spila tennis og gera „fullt af hlutum“ eins og Gates orðar það sjálfur.

Þau eiga langt hjónaband að baki sem reynst hefur þeim gott og gjöfult en Melinda viðurkennir þó fúslega að ekkert hjónaband sé fullkomið. Þannig geti eiginmaður hennar auðveldlega látið ýmsa ávana hennar fara í taugarnar á sér, eins og þann ávana að bryðja ísmola með miklum látum.

Þá kveðst Gates sjálfur vera náttugla á meðan kona hans, andsætt við eiginkonu sína, og geti auðveldlega vakað fram á nætur ef hann kemst í góða bók. „Ég segi Melindu það samt aldrei ef ég þreyttur daginn eftir af því að þá skammar hún mig. Hún getur oft séð í gegnum mig!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig