fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Hundurinn Athena skynjaði þungun Sigrúnar á undan henni sjálfri

Auður Ösp
Miðvikudaginn 19. október 2016 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst þetta alveg magnað. Það er ótrúlegt hvað hundar geta skynjað í umhverfi sínu,“ segir Sigrún Björk Reynisdóttir, eigandi labradorhundsins Athenu en óhætt er að segja að Athena sé skynug skepna. Þannig vissi hún að Sigrún væri ófrísk að yngra barni sínu- áður en Sigrún vissi það sjálf.

Í samtali við blaðamann segist Sigrún hafa tekið eftir því þegar hún gekk með dóttur sína árið 2013 að Athena sótti ákaft í að fá að vera nálægt bumbunni.

„Ég var ekki vön að leyfa henni að vera uppi í sófa hjá mér en það var erfitt að banna henni það af því hún vildi bara hjá bumbunni og liggja með hausinn ofan á henni,“ segir hún og bætir við að Athena hafi oftar en ekki steinsofnað á meðan hún lá og gætti ófædda barnsins.

Þá segir Sigrún að eftir að dóttirin kom í heiminn hafi Athena ekki lengur sýnt þessa hegðun- ekki fyrr en rúmlega ári síðar en þá var Sigrún ófrísk að syni sínum.

„Þá byrjaði hún allt í einu að gera þetta aftur, hún vildi alltaf vera að koma upp í leggja hausinn ofan á magann á mér eða þá leggja hann ofan á þar sem hún lá á gólfinu við hliðina á sófanum. Þá hafði ég ekki hugmynd um að ég væri ófrísk.“

Sigrún kveðst hafa grunað þarna að tíkin hennar vissi eitthvað meira en hún sjálf og því hafi hún tekið þungnarpróf sem síðan reyndist jákvætt.

„Ég var þá komin fjórar vikur á leið en það er eins og Athena hafi skynjað það nánast um leið að ég var ólétt. Það finnst mér mjög merkilegt,“ segir hún en hún deildi sögunni af Athenu inni á facebookhópnum Hundasamfélagið í gær við góðar undirtektir.

„Ég fékk rosalega mikil viðbrögð þar, sem var svolítið óvænt en mjög ánægulegt,“ segir hún jafnframt en í athugasemdum undir færslu Sigrúnar deila fleiri meðlimir hópsins sögum af því hvernig hundar sýndu breytta hegðun eftir þungun eigandans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel