fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

„Athyglisbresturinn er líka að versna með aldrinum“

Borgarstjórinn fyrrverandi lýsir broti úr degi þar sem allt fer úrskeiðis

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 19. október 2016 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„ Jóga var að vinna á sunnudaginn og ég þurfti að keyra Nonna í tvöfalt barnaafmæli í Egilshöll. Jóga fór yfir þetta margsinnis í marga daga og ég horfði alltaf á hana með sama „Ég er ekki fáviti-augnaráðinu.“ Hún skrifaði þetta samt allt niður á miða og skildi eftir á borðstofuborðinu ásamt tveimur þúsundköllum sem voru handa sitthvoru afmælisbarni,“ segir Jón Gnarr í pistli á Facebook. Þar deilir hann kómísku broti úr hversdagslífi sínu sem endurspeglar þær áskoranir sem sveimhugar með athyglisbrest þurfa að glíma við.

„Hún sendi mér svo SMS til að minna mig á tímann og að finna umslög til að setja þúsundkallana í. Nonni var líka með þetta á hreinu. Ég hafði margt að gera á sunnudaginn og tíminn leið hratt. Allt í einu áttaði ég mig á að við vorum orðnir seinir. Ég fann umslög og dreif Nonna af stað. Ég gleymdi miðanum á borðinu og á leiðinni gleymdi ég hvort þetta var í Egilshöll eða Korputorgi,“ segir Jón Gnarr. Eins og lesendur gera sér eflaust grein fyrir þá er einhver grátbroslegur ósigur í uppsiglingu.

Byrjaði á Egilshöll

Ég byrjaði á því að keyra í kringum Egilshöll og kíkja innum allar dyr. Þetta var greinilega ekki þar. Ég hringdi margsinnis í Jógu en hún svaraði ekki. Þannig að ég fór á Korputorg og keyrði nokkra hringi í kringum það þangað til Nonni spurði afhverju ég hringdi ekki bara í aðra mömmuna til að spyrja hana. Við gerðum það. Þetta var í Egilshöll þannig að við keyrðum þangað,“ segir Jón. Ljóst er að flestir lesendur væru farnir á taugum á þessum tímapunkti.

Gjafirnar gleymdust heima

„Ég gat ómögulega fundið innganginn þannig að við hringdum aftur í hana og hún var svo vinsamleg að koma út og sækja Nonna. Hann var þá orðinn rúmlega hálftíma of seinn. Þar sem hann var að fara útúr bílnum komumst við að því að ég hafði gleymt að setja peningana í umslögin og skilið þá eftir heima við hliðina á miðanum. Nonni sagði að það væri allt í lagi og bað mig að sækja sig eftir klukkutíma. Ég ákvað að fara í Bauhaus á meðan. Fyrir utan Bauhaus fattaði ég að ég hafði líka gleymt veskinu mínu heima. Það var í öðrum jakka. Ég fór samt inní Bauhaus til að skoða. Þar rakst ég á plastkassa einsog mig hefur lengi vantað. Ég tók hann og var kominn með hann í röðina þegar ég mundi aftur að ég var ekki með veskið. Þá var klukkutíminn að verða liðinn svo ég dreif mig af stað og keyrði annars hugar aftur niðrí Korputorg. Þegar ég renndi í hlaðið mundi ég strax að þetta var í Egilshöll,“ segir Jón.

Að sögn borgarstjórans fyrrverandi eru flestir dagar svona hjá honum þegar hann á að gera eitthvað einn og óstuddur. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki mína elskulegu fjölskyldu og þá sérstaklega eiginkonu sem er til í að vera hálfgerður stuðningsfulltrúi í aukavinnu. Og ég er bara svo einlæglega þakklátur fyrir að fólkið mitt skuli ekki vera öskureitt útí mig alltafhreint og alltaf taka þessu ringli af jafnaðargeði. Athyglisbresturinn er líka að versna með aldrinum,“ segir Jón að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel