fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Vopnaðir menn ruddust inn á hótelsvítu Kim Kardashian í París í nótt

Komust undan með skartgripi sem eru metnir á milljónir evra

Kristín Clausen
Mánudaginn 3. október 2016 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian var ógnað með byssu í París í nótt þegar tveir grímuklæddir karlmenn réðust inn í hótel-íbúð þar sem hún dvelur. Þjófarnir sem komust undan stálu skartgripum sem metnir eru á milljónir evra.

Ránið varð um klukkan þrjú í nótt að staðartíma. BBC greinir frá. Talsmaður Kardashian segir hana ómeidda eftir ránið en í miklu áfalli.

Óstaðfestar fregnir herma að hún og lífvörður hennar hafi verið bundin á meðan þjófarnir athöfnuðu sig. Engan annan sakaði.

Ekkki er vitað hvort börn Kardashian hafi verið á staðnum þegar ránið var framið. Kardashian er í París ásamt móður sinni og yngri systur, Kendall Jenner, vegna tískuvikunnar sem þar er í fullum gangi.

Kanye West, eiginmaður Kardashian, stóð á sviði þegar hann fékk fréttirnar af árásinni. Hann stöðvaði tónleikana sem voru í fullum gangi í New York samstundis og er nú á leið til eiginkonu sinnar.

Starfsmaður West gekk í framhaldinu á svið og sagði áhorfendum að upp hafi komið neyðartilvik í fjölskyldunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Í gær

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar