fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Elísabet kom alla leið frá Bretlandi til að koma mömmu sinni á óvart – Sjáðu hvernig hún brást við

Stundar nám í Bristol – Kom í tilefni afmælis móður sinnar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. september 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Ýr Guðjónsdóttir, 25 ára Akureyringur, kom móður sinni heldur betur á óvart á dögunum. Elísabet er búsett erlendis, í Bristol á Englandi nánar tiltekið, þar sem hún stundar nám.

Elísabet var stödd í Afríku í sumar þar sem hún var í starfsnámi og segir hún í samtali við DV að móðir hennar hafi alls ekki átt von á því að sjá hana strax. Þar sem móðir hennar, Bryndís Arna Reynisdóttir, verður 55 ára í næstu viku ákvað Elísabet að kíkja í stutta heimsókn til Íslands og það án þess að láta móður sína vita.

Í myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu sinni má sjá þegar Elísabet er komin til Akureyrar og er í þann mund að fara að birtast óvænt. Óhætt er að segja að Elísabetu hafi tekist ætlunarverkið og var móður hennar eðlilega skemmtilega brugðið að sjá dóttur sína.

„Já, hún kom mér svo sannarlega á óvart þessi elska. Yndislegt að fá hana í nokkra daga,“ segir Bryndís Arna undir myndbandinu sem DV fékk leyfi til að birta. Elísabet verður hér á landi fram á miðvikudag en þá heldur hún aftur út til að halda námi sínu áfram.

Myndbandið skemmtilega má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel