fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

„Það er verið að brjóta á mannréttindum barnanna“

Garðar Heiðar stendur í forræðisdeilu við íslenska barnsmóður sína – Lögheimili hans var flutt án hans vitundar til Spánar

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2016 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brot úr greininni „Ég þrái að sjá börnin mín aftur“ í vikublaði DV

Alls þurfti Garðar að dúsa í einangrunarklefanum í tvo sólarhringa. Það reyndist honum erfitt. „Ég var fluttur í annað fangelsi part úr degi. Þá í járnum í fylgd tveggja lögreglumanna, eins og stórglæpamaður. Síðan var ég aftur fluttur í sama einangrunarklefa. Þetta voru ótrúlegar aðstæður að vera í og ég skildi ekki upp né niður í hverju ég var lentur,“ segir Garðar. Eftir yfirheyrslu í dómshúsi var hann látinn laus en var tilkynnt að hann mætti ekki koma nær barnsmóður og börnum en 500 metra. „Ég má ekki hafa samband við þau í gegnum nein samskiptatæki, hvorki sms né tölvupóst, annars rýf ég nálgunarbannið og á í hættu að lenda aftur í steininum,“ segir Garðar. Eini ljósi punktur ferðarinnar var sá að foreldrar hans fengu að hitta barnabörn sín undir eftirliti barnsmóðurinnar stutta stund og þar urðu fagnaðarfundir. „Þau fengu að vera með þau í klukkutíma. Þar spurðu þau mikið um mig en mín fyrrverandi fór fram á að því yrði svarað á þá leið að ég væri við vinnu á Íslandi. Það gerðu foreldrar mínir enda vildu þau tryggja að þau gætu hitt börnin aftur,“ segir Garðar. Faðir hans þurfti að ferðast til Íslands aftur vegna vinnu og skömmu síðar brá móðir hans á það ráð að hitta barnabörn sín þegar þau komu úr skólanum. „Hún var búin að fá þau skilaboð frá barnsmóðurinni að það yrðu ekki frekari heimsóknir. Mamma ákvað í samráði við mig að hlusta ekki á þetta og beið við skóla barnanna í lok skóladags ásamt íslenskri vinkonu, sem býr úti og reyndist okkur stoð og stytta. Mamma náði að hitta börnin og gefa þeim sumargjafir og heimabakaða lagköku, sem þau höfðu sérstaklega beðið um frá Íslandi. Barnsmóður mína hafði borið að skömmu síðar, hún lét þetta yfir sig ganga á staðnum en þegar mamma hafði kvatt börnin og var komin til baka þar sem við gistum þá fékk hún símhringingu frá minni fyrrverandi þar sem öskrað var á hana að lögreglunni yrði sigað á mömmu og óskað eftir nálgunarbanni ef þetta gerðist aftur. Það er síðasta skipti sem nokkur í fjölskyldunni hefur hitt börnin eða heyrt í þeim,“ segir Garðar.

Lagði öll spilin á borðið

Garðar Heiðar hefur lagt fram margvísleg gögn til stuðnings sögu sinni. Meðal annars umsókn barnsmóður hans til Þjóðskrár, ákærur og dóm um nálgunarbann frá Spáni og vottorð um geðheilbrigði sitt, eitt frá geðlækni og annað frá sálfræðingi.

Sérfræðingarnir eru á einu máli um að hann hafi þjáðst af miklu álagi á meðan sambandsslitin gengu yfir en að öðru leyti sé hann fullkomlega heilbrigður. Þá leyfði Garðar blaðamanni að lesa átakanlegt bréf sem hann skrifaði barnsmóður sinni þegar hann taldi fokið í flest skjól.

DV setti sig í samband við barnsmóður Garðars en hún hafnaði boði um að stíga fram með sína hlið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir.

Bið eftir stofnunum

Í dag einkennir bið líf Garðars og á því er hann afar þreyttur. „Nálgunarbanninu á Spáni var áfrýjað 14.apríl síðastliðinn og við bíðum eftir því að það verði tekið fyrir. Saksóknari og spænskir dómstólar hafa hent málinu á milli sín og ekkert gerist. Á meðan er mér neitað um öll samskipti við börnin mín sem ég þrái að sjá aftur,“ segir Garðar. Hann furðar sig einnig á vinnubrögðum íslenskra stofnana sem að hans sögn einkennast af fullkomnu tómlæti. „Þjóðskrá tók rúman mánuð í að tilkynna mér að lögheimilisgjörningurinn yrði ekki ógiltur. Ég kærði það til innanríkisráðuneytisins en þaðan hefur lítið heyrst. Þá hef ég einnig óskað eftir aðstoð utanríkisráðuneytisins út af deilunum en það virðist ekki ætla að snerta á þessu. Það eru fjölmörg dæmi þess að ráðuneytið aðstoði Íslendinga í forræðisdeilum við erlenda ríkisborgara en þegar íslenskur ríkisborgari nánast stelur börnum frá öðrum íslenskum ríkisborgara þá er ekkert að gert. Það er verið að brjóta á mannréttindum barnanna með því að svipta þau samvistum við föður sinn en öllum virðist vera sama,“ segir Garðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“