fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Sýningin ,,In the Storm“ opnar í Pakkhúsi Hróksins

Á sýningunni verða málverk og skúlptúrar úr tré

Kristín Clausen
Föstudaginn 5. ágúst 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 6. ágúst kl. 15 verður opnuð sýningin ,,In the Storm“ í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, þar sem málverk og skúlptúrar Guðjóns Kristinssonar frá Dröngum verða í öndvegi. Guðjón, sem fæddist 1954 og ólst upp í Árneshreppi á Dröngum hefur lengi verið meðal okkar helstu listamanna á sviði grjót- og torfhleðslu, jafnframt því að fást við útskurð og myndlist.

Auk Guðjóns eiga verk á sýningunni myndlistarmennirnir Inga María Brynjarsdóttir, Karin Reichmuth frá Sviss og Robo IVecchio frá Ítalíu, sem bæði sýna málverk og skúlptúra.

Guðjón hefur lengi verið liðsmaður Hróksins og m.a. gefið listaverk í vinninga á stórmótum félagsins. Þá var hann meðal leiðangursmanna til Kulusuk á þessu ári, þar sem hann kenndi börnum í þorpinu útskurð.

Í samtali við DV segir Guðjón að á sýningunni verði málverk og skúlptúrar úr tré. Nokkuð er síðan að Guðjón fór að fást við höggmyndir og eru sumar þeirra tíu ára gamlar. Þá eru einnig málverk eftir Guðjón á sýningunni sem hann málaði á Íslandi og á Grænlandi. Stutt er síðan Guðjón hóf að mála myndir. Aðspurður hvert hann sæki innblástur segir Guðjón hugmyndirnar koma að sjálfu sér.

„Þetta er bara eitthvað sem gerist.“

Sýningin opnar eins og áður segir á morgun, laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“