fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Ólafur F. „Lífið var alveg við það að fjara út“

fagnar afmælisdeginum með því að gefa út sína fyrstu plötu

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 3. ágúst 2016 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Friðrik Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, fagnaði 64 ára afmælisdeginum sínum í dag með því að gefa út plötu sem ber heitið „Ég elska lífið.“

Ólafur sem hefur áður tjáð sig opinberlega um geðhvarfasjúkdóm og alvarlegt þunglyndi segir í viðtali í Popplandi á Rás 2 að tónlistin hafi bjargað lífi sínu. Ólafur gekk í gegnum mikil andleg veikindi eftir að hann steig úr stóli borgarstjóra árið 2008. Þá hefur hann sömuleiðis talað opinskátt um áralangt einelti sem hann varð fyrir á þeim tíma sem hann var í pólitík.

Hefur náð miklum bata

„Ég endurreisti sjálfan mig. Þetta er þakklæti til almættisins fyrir það að ég hafi fengið nánast nýtt líf á liðnum árum, því lífið var alveg við það að fjara út árið 2012,“ segir Ólafur um plötuna en hann hefur náð miklum bata með aðstoð geðjöfnunarlyfja.

Hann segist þó vera rétt yfir því sem aðrir telji normal. Það segir það henta sér vel þar sem hann myndi aldrei vilja vera ferkantaður og venjulegur. Hér má hlusta á eitt lag af plötunni sem ber heitið „Gott og göfugt hjarta.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=20oD2ety9us&w=640&h=360]

Fram að árinu 2008 hafði Ólafur hvorki samið lög né texta en hafði að sama skapi mikinn áhuga á tónlist. Hann kveðst hafa verið rokkara í gamla daga en nú sé hann bara rómantískur.

Á blússandi siglingu

„Ég er kominn á svo mikið flug í tónlistinni að ég gæti hæglega gert aðra 10 laga plötu á næsta ári.“
Platan eru unnin í samstarfi við Vilhjálm Guðjónsson. Ólafur syngur hluta af lögunum sjálfur en að auki fær hann til liðs við sig þekkta tónlistarmenn á borð við Pál Rósinkrans.

„Platan er ekki gefin út í hagnaðarskyni heldur er hún kærleiksgjöf frá mér til samlanda minna,“ segir Ólafur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“