fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Vildi vera köttur

Anna Tara Andrésdóttir í öðru lífi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. júlí 2016 15:00

Anna Tara Andrésdóttir í öðru lífi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöllistakonan og rapparinn Anna Tara Andrésdóttir er nýkomin heim úr tónleikaferðalagi um Evrópu með Reykjavíkurdætrum. Líf rappstjörnu hlýtur að vera yfir meðallagi spennandi, en rapparar eru þó bara fólk – og eiga sér drauma eins og við hin. Ef Anna Tara ætti annað líf væri það hér um bil svona:

„Ef ég ætti annað líf myndi ég vera köttur. Það hljómar kannski óspennandi. Ég gæti sagst vilja vera „superwoman“ og ætla bjarga heiminum en ég er að því í þessu lífi. Í öðru lífi myndi ég vilja algjört frí frá ábyrgð og þjáningum heimsins.

Ég öfundaði alltaf köttinn minn sem fékk að sofa þegar ég þurfti að fara í skólann. Ég myndi slaka á, borða og leika mér endalaust. Það myndi enginn kalla mig druslu fyrir að labba með rassinn stolt út í loftið, enginn bjóða mér lægri laun fyrir að vera með píku, og ég yrði ekki fyrir neinum internet árásum.

Aðrir myndu sjá um að hýsa mig og fæða mig og ég myndi einungis þurfa að pæla í sjálfri mér. Ég hefði engar áhyggjur af peningum eða hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, hefði litlar áhyggjur af ástinni eða því að fara til sálfræðings og vera heilbrigð.

Ég væri svakalega mjúk og sæt, eða bíddu, ég er mjúk og sæt núna en allavega ég hefði engar áhyggjur, lifði fullkomlega í núinu eins og stanslaus fyrirhafnarlaus „mindfulness“ hugleiðsla. Upplifa kettir nokkuð ástarsorg eða þunglyndi? Er ekki til einhver grúppa sem er með blæti fyrir að leika ketti? Ég hlýt að tilheyra henni einhvers staðar innst inni, eða kannski ekkert svo langt inni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“