fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Atli Fannar og dauðahræðslan

Vonaði að fyrirsögn viðtalsins yerði ekki „DAUÐINN HRÆÐIR MIG“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. júlí 2016 09:00

Vonaði að fyrirsögn viðtalsins yerði ekki „DAUÐINN HRÆÐIR MIG“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannski er Atli Fannar Bjarkason einhvers konar undrabarn í fjölmiðlum. Hann byrjaði ungur að skrifa fréttir, fyrir hálfgerða rælni, því hann fékk ekki vinnu sem námsráðgjafi í grunnskóla, ómenntaður pilturinn. Í dag stýrir hann Nútímanum sem er algjört spútnikfyrirbæri í íslenskum fjölmiðlaheimi. Ragnheiður Eiríksdóttir hitti Atla Fannar og ræddi við hann um velgengnina og hvernig það er að lifa með höfuðið fullt af hugmyndum.

Dauðahræðslan

Þegar ég var á leiðinni til Atla og kastaði kveðju á Kolbrúnu Bergþórsdóttur, sem er einmitt ritstjóri minn í dag, hrópaði hún á eftir mér: „Mundu að spyrja hann um dauðahræðsluna“. Það er næsta spurning. Atli hlær.

Ef eitthvað var að mér var ég sannfærður um að ég væri kominn með hræðilegan og banvænan sjúkdóm.

„Ég er flughræddur og oft mjög hræddur í bíl hjá öðrum. Ég átti það til að lesa um sjúkdóma og gúgla einkenni og finna fyrir þeim öllum. Ef eitthvað var að mér var ég sannfærður um að ég væri kominn með hræðilegan og banvænan sjúkdóm. Aðallega snýst þetta um að ég verði ekki alltaf hérna – og mér finnst það skelfileg tilhugsun. Ég held það sé einfaldlega vegna þess að ég er að skemmta mér svo vel. Ég hef gaman af þessu öllu og ég vil eiginlega bara vera á þeim stað sem ég er núna í 20 eða 50 ár í viðbót. Ég vil hafa þetta svona og það sem hræðir mig við dauðann er að ég fái ekki að vera alltaf til.“ Atli bætir því við að hann voni að fyrirsögn viðtalsins verði ekki „DAUÐINN HRÆÐIR MIG“. „Ég hugsa ekkert um dauðann dagsdaglega, en þetta læðist að mér við og við og háir mér líklega minna en þegar við Kolla unnum saman. Ég hef skánað heilmikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“