fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Ótímabært viðtal vegna nauðgunar

Stórt viðtal við Svein birtist 2013 – Var þá ekki byrjaður að vinna úr afleiðingum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. júlí 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2012 fór Sveinn Rúnar Einarsson á Þjóðhátíð í Eyjum. Honum var nauðgað. „Ég varð viðskila við vini mína og fór í eitthvert partítjald þar sem ég fékk mér nokkra drykki. Ég var kominn ágætlega í glas eins og gengur og gerist á Þjóðhátíð. Svo man ég lítið fyrr en ég ranka við mér efst uppi í brekku, búið er að draga niður um mig buxurnar og það er maður aftan á mér að ljúka sér af. Hann, ásamt fleirum sem voru þarna, forðaði sér á hlaupum þegar ég vaknaði.“

Ótímabært viðtal

Þegar tæpt ár var liðið frá nauðguninni sagði Sveinn sögu sína í viðtali sem birtist í aðdraganda druslugöngunnar 2013 í Fréttablaðinu. „Ég var nákvæmlega ekkert búinn að vinna úr afleiðingum nauðgunarinnar og þess vegna var viðtalið ótímabært. Viðtalið vakti mikla athygli, enda höfðu ekki margir strákar komið fram með svona reynslusögur á þeim tíma. Ég fór í einhvers konar vímu eftir það – fólk þakkaði mér fyrir að stíga fram og ég fékk mikla athygli. Ég hélt að ég væri búinn að ljúka málinu, búinn að segja söguna og gæti haldið áfram að lifa án sársaukans sem hafði hvílt á mér. Skömmu síðar fór ég fyrst til sálfræðings, en það var ekki fyrr en ég var búinn að ganga of langt í gegnum drykkju og djamm að ég fór almennilega að taka á hlutunum.“

Sveinn fór í hópmeðferð á Geðdeild Landspítalans, fór að stunda hollari lífshætti og meiri sjálfsskoðun. „Ég hef ekki ennþá leitað til Stígamóta eða sambærilegra samtaka, en ég get vel hugsað mér að gera það. Ég veit að ég á ennþá langt í land og það mun gera mér gott að ræða um reynslu mína og afleiðingar hennar.“

Erfitt fyrir homma

Sveinn segist ekki hugsa til nauðgarans í dag. Hann hefur fengið ábendingar um hver eigi í hlut. „Ég finn ekki fyrir reiði og held að ég sé kannski dálítið dofinn ennþá. Ég hef ekki mikið rætt um nauðgunina síðan eftir viðtalið stóra. En ég hugsa ekki til hans af illsku.“

Kannski er að verða auðveldara fyrir karlkyns þolendur kynferðisofbeldis að ræða um reynslu sína opinskátt. „Það skiptir máli að allir komi fram og ræði um kynferðisofbeldi. Það er ýmislegt að breytast og í dag er það auðveldara fyrir stráka en fyrir örfáum árum. Þar spilar ýmislegt inn í, til að mynda druslugangan. Það hefur líka verið sérstaklega erfitt fyrir samkynhneigða karlmenn. Margir virðast ganga um með einkennilegar hugmyndir um að hommar hljóti alltaf að vera til í að fá gott í bossann og vera hressir. Hommar eru stimplaðir sem lauslátari en aðrir, og þar af leiðandi hefur kynferðisofbeldi gagnvart samkynhneigðum mönnum verið litið öðrum augum.“

Nánar er rætt við Harald í helgarblaði DV, en þar má finna átta síðna aukablað sem varðar Druslugönguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“