fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Þór: Biggest Loser ýtir undir fitufordóma

Segir þáttinn eyðileggja heilsu þátttakenda

Kristín Clausen
Sunnudaginn 19. júní 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir kannast eflaust við Þór Viðar Jónsson en hann tók þátt í fyrstu þáttaröðinni af íslenskri útgáfu raunveruleikaþáttarins Biggest Loser árið 2013. Þór missti tæplega 50 kíló meðan á keppninni stóð. Hann endaði í fimmta sæti í og í öðru sæti í heimakeppninni. Tæpum tveimur árum síðar var hann þó aftur kominn á byrjunarreit. Í dag sér Þór mikið eftir því að hafa tekið þátt í þættinum. Hann segir prógrammið heilsuspillandi og vill að hætt verði að framleiða þættina á Íslandi.

Aftur í sama farið

Þór viðurkennir að honum hafi sjaldan liðið jafn vel líkamlega og andlega eins og meðan á keppninni stóð sem og vikurnar eftir að henni lauk. „Þetta var svo ótrúleg breyting. Ég fékk svo mikla orku og þunglyndið hvarf.“

Léttist um 50 kíló á fimm mánuðum.
Þór vill að framleiðslu þáttanna verði hætt Léttist um 50 kíló á fimm mánuðum.

Síðasta mánuðinn áður en keppni lauk missti Þór 10 kíló. Viku eftir lokaþáttinn var hann þó búinn að bæta þeim öllum á sig aftur. Hægt og rólega varð hann líka þreyttur á að mæta í ræktina þar sem hann þurfti að hafa mikið fyrir því að halda sér í formi. „Ég fékk algjört ógeð enda gerði ég varla neitt annað í marga mánuði. Smátt og smátt datt ég í gömlu rútínuna aftur og þunglyndið kom til baka.“

Að lokum segir Þór að Biggest Loser ýti undir fitufordóma. „Þetta er gott sjónvarpsefni. En er það jafn gott þegar við vitum að við erum að eyðileggja líkama fólks?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óvæntur hæfileiki Ungfrú Síle slær í gegn – Sjáðu myndbandið

Óvæntur hæfileiki Ungfrú Síle slær í gegn – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér