fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Leitarbúnaður nemur merki frá farþegaþotu EgyptAir

Vonir bundnar við að brakið finnist á næstu dögum

Kristín Clausen
Föstudaginn 27. maí 2016 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leitarbúnaður á vegum Airbus er búinn að nema merki í Miðjarðarhafinu þar sem farþegaþota EgyptAir brotlenti í síðustu viku á leið frá París til Kaíró. Allir 66 farþegar vélarinnar eru taldir af.

Egypska fréttastofan Al Ahram greindi frá þessu í gærkvöldi. Þar segir jafnframt að merkin komi frá neyðarsendi vélarinnar og segi aðeins til um staðsetningu. Hann er ekki tengdur svarta kassanum sem gefur töluvert meiri og nákvæmari upplýsingar um afdrif vélarinnar.

Leitin hefur verið afmörkuð við töluvert minna svæði en áður, eða fimm kílómetra radíus. Vonir eru bundnar við að flakið finnist á næstu dögum. Hingað til hefur aðeins brot úr flaki vélarinnar, farangri og líkamsleifum farþega fundist. Aðstandendur farþeganna hafa síðustu daga gefið DNA sýni svo hægt sé að segja til um hverjum líkamsleifarnar tilheyra.

Næstu skref er að koma fyrir nýjum leitarbúnaði í sérútbúið skip sem á að leita neðansjávar að flaki vélarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reglurnar í villtu „lífsstílspartýjunum“ sem allir þurfa að fylgja

Reglurnar í villtu „lífsstílspartýjunum“ sem allir þurfa að fylgja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?