fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Sigmundur og Anna Sigurlaug selja húsið í Breiðholti

Ásett verð er 74,9 milljónir króna – Húsið er 270 fermetrar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. maí 2016 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sölulýsingu segir að stofa, borðstofa og eldhús myndi eina heild eins og sjá má.
Ein heild Í sölulýsingu segir að stofa, borðstofa og eldhús myndi eina heild eins og sjá má.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, hafa sett hús sitt í Ystaseli í Seljahverfinu á sölu. Eignin var skráð á fasteignavef Mbl.is í gær og er ásett verð 74,9 milljónir króna.

Sigmundur og Anna Sigurlaug eru flutt úr húsinu, en eins og greint var frá í desember keyptu hjónin 325 fermetra glæsihús við Skrúðás í Garðabæ.

Anna Sigurlaug er skráð fyrir eigninni í Ystaselinu samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Þau keyptu húsið á haustmánuðum 2011, um einu og hálfu ári áður en Sigmundur varð forsætisráðherra.

Húsið í Ystaselinu er á góðum stað neðst í Seljahverfinu, skammt frá íþróttasvæði ÍR og Ölduselsskóla. Húsið var byggt árið 1979 og er 270 fermetrar. Í sölulýsingu Fasteignakaupa, sem sjá um söluna, kemur fram að 4-5 svefnherbergi sú í húsinu. Stofa, borðstofa og eldhús myndi eina heild þar sem veggur skilur að eldhús og stofu að hluta.

„Gegnheilt parket er á gólfum. Eldhúsinnrétting er hvít sprautulökkuð með granít á borðum og mjög miklu skápaplássi. Vegleg eldhústæki úr stáli. Innfelld loftlýsing í eldhúsi. Lokað eldstæði í stofu. Útgengt úr stofu á svalir sem snúa í norðaustur.“

Þá fylgir tvöfaldur bílskúr með eigninni og stór, viðhaldslítill garður með skjólgóðri verönd sem snýr í suðvestur.

Nánari upplýsingar má sjá hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs