fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Ingólfur ætlar aftur á Everest: „Maður getur ekki alltaf hugsað um dauðann“

„Það hefur haft mikil andleg áhrif á mig að lenda tvisvar í þessu“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. maí 2016 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Maður getur ekki alltaf hugsað um dauðann. Maður fer ekki langt á því. Hugsunin um hvað geti farið úrskeiðis má ekki taka yfir,“ segir Ingólfur Axelsson í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Ingólfur segist í viðtalinu telja miklar líkur á að hann reyni að klífa Everest-fjall á næsta ári. Hann og Vilborg Arna Gissurardóttir voru stödd á fjallinu tvö ár í röð þegar hamfarir riðu yfir í fyrra og árið þar á undan. Nítján létust í snjóflóði á síðasta ári og árið 2014 varð snjóflóð sextán Sérpum að bana. Í vikunni hafa fimm göngumenn látist á fjallinu.
„Maður veit auðvitað ekki almennilega hvað gerðist, en það er alltaf sorglegt þegar einhver deyr á fjallinu og það er alveg sama hvernig það vill til,“ segir Ingólfur í viðtalinu um þau dauðsföll sem hafa orðið í vikunni.

Ingólfur segist sem fyrr segir miklar líkur vera á að hann reyni að komast á topp Everest á næsta ári en Vilborg Arna, sem einnig er rætt við, segist ekki hafa tekið ákvörðun.

„Það hefur haft mikil andleg áhrif á mig að lenda tvisvar í þessu. Hjá mér snýst þetta þó að einhverju leyti um að skilja ekki við fjallið svona. Maður lendir í hörmungum tvö ár í röð en á hinn bóginn langar mig að klífa fjallið. Það þarf að gera í sátt við Nepala og fjallið sjálft. Maður þarf að sýna fortíðinni þá virðingu að fara þarna á réttum forsendum og vera vel undirbúinn. Bæði andlega og líkamlega,“ segir Ingólfur sem kveðst ætla að hefja undirbúning á næstu mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs