fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Björn Ágúst eyðir 400 þúsund á ári í Pepsi Max: Drekkur allt að 8 lítra á dag

„Fólk trúir því varla að ég drekki svona mikið“

Auður Ösp
Föstudaginn 6. maí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ágúst Hansson matreiðslumaður hefur þróað með sér fíkn í Pepsi Max gosdrykkinn og drekkur allt að 8 lítra á dag. Kveðst hann eyða hundruðum þúsunda í gosdrykkinn á ári en svo mikil er fíknin að hann vaknar tvisvar til þrisvar sinnum á nóttu til að fá sér sopa.

Björn Ágúst er í viðtali við Fréttatímann í dag. Hann drekkur 6 til 8 lítra af gosdrykknum á dag og segist fá skjálfta og hausverk ef hann fái ekki Pepsi Max á klukkustundar fresti; svo mikil er fíknin í sætuefnið aspartame.

Hann segist einu sinni hafa náð að hætta að drekka Pepsi Max í þrjá mánuði. „Ég varð hinsvegar svo skapillur og hundleiðinlegur við fólk í kringum mig að ég byrjaði aftur. Fólk trúir því varla að ég drekki svona mikið, enda gríðarlegt magn af vökva,“

Þá kveðst hann eyða um 400 þúsund krónum á ári í gosdrykkjaneysluna. Fjárútlátin séu því helsti gallinn við þetta allt saman. Hann kveðst að öðru leyti ekki velta sér ekki mikið upp úr neyslunni þó svo að nánustu fjölskyldumeðlimir hafi komið að máli við hann og beðið hann um að hætta.

„Ég hef fengið þó nokkur viðbrögð frá fólki eftir að greinin birtist, þar af nokkrar vinabeiðnir á Facebook. Fólki finnst þetta skemmtilegt,“ segir Björn Ágúst léttur í bragði í samtali við blaðamann DV.is og kveðst jafnframt gera ráð fyrir að Ölgerðin fái ágætis auglýsingu með þessum hætti. „Ég bíð núna bara eftir því að þeir hafi samband við mig og bjóði mér greiðslu,“ segir hann hlæjandi.

Greta Salóme drekkur hálfan lítra á dag

Björn Ágúst er ekki eini Íslendingurinn sem þróað hefur með sér fíkn í gosdrykkinn en tónlistarkonan Greta Salóme sagði meðal annars frá því í viðtali á Vísi árið 2012 að hún væri forfallin Pepsi Max fíkill. „Ég skríð út á bensínstöð á náttfötunum ef Pepsi Max er ekki til heima – það skapast stríðsástand,“ sagði Greta og kvaðst aldrei fara í gegnum daginn án þess að drekka hálfan líter af Pepsi Max. „Ég tek tímabil þar sem ég hætti en ég veit alltaf að ég byrja aftur.“

Valdimar Guðmundsson söngvari sagði einnig í samtali við Smartland árið 2012 að hann væri loks hættur að drekka þennan gosdrykk. „Ég er nýhætt­ur að drekka Pepsi Max og það hef­ur ör­ugg­lega komið fram í sölu­töl­um á Pepsi Max á Suður­nesj­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“