fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fókus

Miðar seldir fyrir 270 milljónir

Vinsældir Mamma mia slá öll met – Fullt út úr dyrum á frumsýningu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. mars 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngleikurinn Mamma mia var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld fyrir fullu húsi, að sjálfsögðu, enda fjölmargir búnir að bíða sýningarinnar með mikilli eftirvæntingu. Mamma mia hefur farið sigurför um heiminn og því var ekki við öðru að búast en að undirtektirnar hér á landi yrðu góðar. Óhætt er að segja að eftirspurnin eftir miðum hafi farið fram úr björtustu vonum því nú þegar er búið að selja um 36 þúsund miða á söngleikinn. Ef allir hafa greitt 7.500 krónur fyrir miðann sinn, sem hann kostar í miðasölu án afsláttar, er Borgarleikhúsið búið að selja miða á sýninguna fyrir 270 milljónir króna. Það hlýtur að teljast nokkuð gott miðað við að aðeins ein sýningarhelgi er liðin. Leikhúsgestir hafa keppst við að lofsama sýninguna á samfélagsmiðlum og má því ætla að Mamma mia standist allar væntingar. Gott orðspor sýningarinnar mun eflaust auka eftirspurnina enn frekar og ljóst er að þeir sem að sýningunni standa munu ekki unna sér hvíldar fyrr en einhvern tímann í sumar, þegar leikhúsið fer í frí. Það er Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikstýrir sýningunni, en með aðalhlutverk fara Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Helgi Björnsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.

Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir fótbrotnaði þegar hún féll á æfingu á verkinu Hleyptu þeim rétta inn í Þjóðleikhúsinu. Önnur leikkona þurfti að taka við keflinu, enda stóð til að frumsýna verkið nokkrum dögum síðar. Vigdís gerir hins vegar gott úr þessu og kíkir sjálf í leikhús. Hér er hún í góðum félagsskap Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra.
Glæsileg á hækjum Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir fótbrotnaði þegar hún féll á æfingu á verkinu Hleyptu þeim rétta inn í Þjóðleikhúsinu. Önnur leikkona þurfti að taka við keflinu, enda stóð til að frumsýna verkið nokkrum dögum síðar. Vigdís gerir hins vegar gott úr þessu og kíkir sjálf í leikhús. Hér er hún í góðum félagsskap Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Arason mættu með dóttur sína í leikhúsið og leikhússtjórinn Kristín Eysteinsdóttir heilsaði upp á þau.
Flott fjölskylda Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Arason mættu með dóttur sína í leikhúsið og leikhússtjórinn Kristín Eysteinsdóttir heilsaði upp á þau.

Tónlistarmaðurinn KK lét sig ekki vanta og mætti með eiginkonuna, Þórunni Rannveigu Þórarinsdóttur, upp á arminn.
Flott hjón Tónlistarmaðurinn KK lét sig ekki vanta og mætti með eiginkonuna, Þórunni Rannveigu Þórarinsdóttur, upp á arminn.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir átti góða endurkomu í leiklistina og sló í gegn bæði í Ófærð og Rétti. Hún bauð dóttur sinni með í leikhús.
Flottar mæðgur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir átti góða endurkomu í leiklistina og sló í gegn bæði í Ófærð og Rétti. Hún bauð dóttur sinni með í leikhús.

Björk Eiðsdóttir, ritstjóri Man magasín, og dóttir hennar Blær brostu breitt til ljósmyndara.
Mæðgur Björk Eiðsdóttir, ritstjóri Man magasín, og dóttir hennar Blær brostu breitt til ljósmyndara.

Andri Snær Magnason og kona hans, Margrét Sjöfn Torp, voru spennt fyrir söngleiknum.
Xxxxxxxxxxxxxx Andri Snær Magnason og kona hans, Margrét Sjöfn Torp, voru spennt fyrir söngleiknum.

Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, mætti með dóttur sína í leikhúsið. Þær mæðgur voru að sjálfsögðu léttar í lund fyrir sýningu.
Sætar mæðgur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, mætti með dóttur sína í leikhúsið. Þær mæðgur voru að sjálfsögðu léttar í lund fyrir sýningu.

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og kona hans, Svanhildur Blöndal, lyftu sér upp í leikhúsinu.
Tilhlökkun Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og kona hans, Svanhildur Blöndal, lyftu sér upp í leikhúsinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 1 viku

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 1 viku

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 1 viku

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“