fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Nökkvi reyndi við 12.000 hitaeiningar: „Þetta er ómannlegt – Ég get ekki kyngt“

Var að reyna við dagsmataræðið hjá Hafþóri Júlíusi – Nökkvi Fjalar var svo saddur að hann ældi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. febrúar 2016 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, einn sterkasti maður heims, skoraði á dögunum á Nökkva Fjalar Orrason, einn af stjórnendum sjónvarpsþáttarins Áttan, að reyna við mataræði sitt í einn sólarhring. Nökkvi ákvað taka þeirri áskorun og tók mynd af tilraun sinni.

Óhætt er að segja að Nökkvi hafi átt ansi erfitt verkefni fyrir höndum en hann hóf myndbandið í Hagkaup, þar sem hann fylgdi innkaupalista frá Hafþóri.

„Ég held að ég gæti boðið allri fjölskyldu minni í mat í fimm daga með þessu,“ sagði Nökkvi en maturinn, sem var fyrir sirka tvo sólarhringa kostaði um 42 þúsund krónur.

Nökkvi byrjaði á morgunverði sem saman stóð af átta eggjum og nýmjólk. Nökkvi komst með herkjum í gegnum þá máltíð og tveimur tímum síðar var komið að máltíð númer tvö. Þá náði hann ekki að klára en um var að ræða skyrdrykk.

„Hafþór er að drekka þetta og ég er að borða þetta eins og graut.“

Því næst fór Nökkvi í hádegismat hjá Hafþóri sjálfum þar sem kraftakappinn eldaði nautasteik. Nökkvi sagði að steikin væri besti matur sem hann hefði smakkað en var svo saddur eftir matinn að hann kastaði upp.

Nökkvi sleppti máltíð númer fjögur, sem var um tveimur tímum eftir steikina. Hann hélt svo áfram að reyna að halda í matarræðið og borða á sirka tveggja tíma fresti. Nökkvi sleppti þó kvöldmátltíð númer eitt „samkvæmt læknisráði.“

Hann lét þó vaða í kvöldmáltíð númer tvö og fara gegn læknisráði.

„Haffi borðar 12 þúsund hitaeiningar, að minnsta kosti, á meðan það er áætlað að ég borði tvö til þrjú þúsund. Okkar útreikningar segja að ég sé búinn að borða sex þúsund hitaeiningar í dag.

„Ég get ekki meir, ég kem þessu ekki niður. Ég verð bara að hætta, þetta er ómennskt. Ég get bara ekki kyngt. Líkaminn leyfir mér ekki að kyngja meira,“ sagði Nökkvi og átti þá enn eftir að drekka próteindrykk fyrir svefninn.

Hér má sjá myndband af tilraun Nökkva.

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/is_IS/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

The Mountain – Diet of the day

The Mountain borðar svona mikið á hverjum degi….Hafþór Júlíus skoraði á Nökkva Fjalar að reyna að borða eins og hann í einn dag!Fylgstu með:Snapchat: attan_officialInstagram: attan_official

Posted by Áttan on 15. febrúar 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum