fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Bubbi Morthens: „Hissa á frjálshyggju fólki sem telur það helstu merki um frelsi að selja eiturlyf í matvöruverslunum“

„Fólk sem þarf að menga á sér heilann einu sinni til þrisvar í viku er nánast vorkunn“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 4. febrúar 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru í raun handjárn. Eins og svo margt annað sem fær fólk til þess að munstra sig um borð á vímuleiðuna. Fólk sem telur þetta vera lífið veit ekki hvað lífið er,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en hann kveðst ekki styðja sölu áfengis í matvöruverslunum af ýmsum ástæðum. Sjálfur hefur Bubbi verið bindindismaður árum saman.

„Ég þarf ekki neina vímu, þarf engin efni, vakna aldrei þunnur, þarf aldrei að hafa áhyggjur af því hvort ríkið sé opið eða lokað, þarf aldrei að öskra á börnin á sunnudögum, er alltaf hundraðprósent til staðar fyrir fjölskylduna – og er flott fyrirmynd,“ ritar Bubbi í pistli á fésbókarsíðu sinni. Þá kveðst hann hissa á „frjálshyggju fólki sem telur það helstu merki um frelsi að selja eiturlyf í matvöruverslunum,“ og bætir við: „Fólk sem þarf að menga á sér heilan 1-3 í viku er nánast vorkunn.“

Bubbi segir ítök vímunnar hafa svo sterk áhrif á fólk að það eigi það til að breiða út vafasaman áróður. Menn stofni til að mynda klúbba í kringum áfengi. „Það er varla nokkur maður sem hefur orðið vímaður einu sinni um ævina sem er tilbúinn að segja: „Ég þarf þetta ekki framar. Reyndu að fá einhvern sem segir: „Ég er ekki alki“ til að hætta aldrei- hann mun færa öll rök heimsins fyrir því að víman sé vinur hans og valdi honum engum vanda.“

„Þeir einu sem láta vímugjafa frá sér fara eru þeir sem urðu svo háðir að þeir þurftu að nota vímugjafann 24-7,“ heldur Bubbi áfram. „Þeir sem halda að þeir stjórni sjálfir lífi sínu eru á röngum stað. Víman er og verður bossinn einu sinni, tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum í mánuði, öðruvísi er ekki hægt að lifa lífinu. Þú ert við stjórn mánudag til föstudags en þú ert byrjaður að hugsa um vímuna á fimmtudegi, í það seinasta. Víman hefur þig í húsi sínu og þarf aldrei að hafa áhyggjur hvort þú mætir, aldrei,“ segir Bubbi jafnframt og bætir við að lokum. „Ég er ekki amast við neinum sem kýs að víma sig. Það er þeirra mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum