fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fókus

Karl Ágúst vill koma á fót launasjóði fyrir íslenska alþingismenn

Æskilegt að tekjutengja launin

Auður Ösp
Fimmtudaginn 28. janúar 2016 19:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Ágúst Úlfsson leikari stingur upp á komið verði á fót svokölluðum Launasjóði íslenskra alþingismanna. Ummæli Karls um listamannalaun vöktu nokkra athygli á dögunum. Sagði Karl Ágúst meðal annars að hann vildi fá að vita hvað hann sæi fyrir mörgum öryrkjum og að hve stórum hluta rekstur Alþingis væri á hans herðum. Þá sagðist hann gera þá kröfu að fá sjálfur að hafa bein áhrif á hvað peningarnir hans yrðu notaðir í framtíðinni.

Í færslu á fésbók segir Karl Ágúst að væri umræddum launasjóði komið á laggirnir gætu Alþingismenn sótt um laun „allt frá þremur mánuðum á ári og upp í tólf mánuði og leggi þeir fyrir stjórn launasjóðsins þau mál sem þeir hyggjast leggja fyrir þingið það árið.“

Þá leggur Karl Ágúst til að sérstök úthlutunarnefnd, skipuð stjórnmálafræðingum, hagfræðingum og félagsfræðingum, myndi fjalla um mál einstakra þingmanna og meta þau á faglegum forsendum. „Vitaskuld væri aldrei hægt að hafa allan þingheim á launum, og því mikið í mun að málin sem fólk hyggst vinna að séu vel undirbúin og þyki til þjóðþrifa.“

„Mikilvægt er að úthlutanir séu gagnsæjar og að úthlutunarnefnd geti rökstutt mikilvægi hvers máls fyrir sig. Einnig væri æskilegt að tekjutengja launin, þannig að laun við önnur störf og arður ýmis konar yrði dreginn af þinglaunum,“ segir Karl Ágúst jafnframten tillaga hans hefur fengið góðar viðtökur á facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu