fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Sagðist ætla eyða 500 milljónum dollara í kókaín og vændiskonur

Fréttakona spjallaði við lottóspilara í beinni útsendingu – Valdi einn sem vissi nákvæmlega hvað hann vildi gera við vinninginn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. janúar 2016 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur maður í Bandaríkjunum var fyrr í vikunni spurður, í beinni útsendingu, hvað hann gera ef hann ynni yfir 500 milljónir dollara í lottói. Maðurinn svaraði um hæl að hann myndi eyða peningunum í vændiskonur og kókaín.

Fyrr í vikunni var gríðarlega stór lottóvinningur dreginn út í Bandaríkjunum. Potturinn nam 524 milljónum dollara og fór fjöldi fólks á sölustaði til að næla sér í miða. Fréttakona Fox fór á sölustað í Las Vegas og ræddi við lottóspilara.

Fréttakonan spurði ungan mann hvaða tölur hann ætlaði að velja. Maðurinn taldi upp þær tölur sem hann ætlaði að nota og sagði þær vera happatölurnar hans.

Fréttakonan og maðurinn ræddu svo um hversu litlar líkur væri á því að vinna í lottóinu. Að því lokum spurði fréttakonan hvað maðurinn ætlaði að gera við peningana, ef hann fengi stóra vinninginn.

Maðurinn var fljótur að svara og sagðist ætla að eyða peningnum í „vændiskonur og kókaín.“ Svarið kom fréttakonu Fox algjörlega í opna skjöldu og sprakk hún úr hlátri.

Þess má geta að tölurnar sem maðurinn taldi upp fyrir fréttakonuna voru ekki vinningstölurnar í lottóinu.

Hér má sjá myndband af því þegar að fréttakonan ræðir við manninn.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=btAbU1sPqIM?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli